Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 167
Skírnir] Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni. 165
allra sona sinna“ (hinir allir yngri og enn ekki náð nein-
um þroska). „Þiðrandi fór landa í milli, þegar hann hafði
aldr til. Hann var hinn vinsælasti hvar sem hann kom,
því at hann var hinn mesti atgervismaSur, lítillátr ok
blíðr við hvert barn“.
Og nú byrjar frásögnin um slysið.
„Þat var eitt sumar at Hallr bauð Þórhalli vini sín-
um austr þangat (að Hofi), þá er hann reið af þingi. Þór-
hallr fór austr nokkru síðar en Hallr.------------Dvaldist
Þórhallr þar um sumarit ok sagði Hallr at hann skyldi
eigi fyrri fara heim en lokit væri ha,ustbo8i“. ------------
»Þat sumar kom Þiðrandi út í Berufirði. Þá var hann 18
vetra. Fór hann heim til föðr síns. Dáðust menn þá enn
mJök at honum sem oft áðr ok lofuðu atgervi hans“. —
En Þórhallur spámaður tók lítt undir það lof, og er Hall-
ur spurði hann hverju það sætti, þá var honum ekki ljúft
U1n svör í fyrstu, en lét þó loks á sér skilja, að í sér væri
emhver uggur um að þessi bráðefnilegi ungi maður mundi
ekki verða langlífur. — „En er á leið sumarit tók Þórhallr
mJök at ógleðjast“. Og er hann var spurður um orsökina
til þeirrar ógleði, þá gaf hann í skyn, að haustboðið legð-
lst illa í sig. Hallur gerði gaman úr því tali, en ekki tók
það kvíðann frá Þórhalli, og varð honum að orði: „ekki
mun tjóa at gera at, því at þat mun fram ganga, sem
ætlað er“.
Hér kemur fram hrein forlagatrú, og slík mun trúin
hafa verið í þann tíð, sbr. Eddu-kvæðin og talshætti ýmsa
°£ spakmæli, t. d. „eigi má sköpum renna“, „margt verður
meir af forlögum og atkvæði rammra hluta en fýsi“,
»allt er áður skapað“, „ekki má feigum forða“ o. m. fl.
Þessi hefir sjálfsagt verið sannfæring Þórhalls spámanns
°8' sennilega alls almennings, enda ekkert sérkennilegt
fyrir Islendinga né Norðurlandabúa yfirleitt, því að for-
la&atrú var mjög almenn um öll lönd í heiðni, og er alkunn-
ugt hvernig helztu öndvegisþjóðir heimsins í fornöld,
Hrikkir og Rómverjar, litu á þau mál. Hitt er ekki síður
eftirtektarvert, að jafnvel eftir að löndin kristnuðust