Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 169
Skírnir]
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni?
167
bæjardyrum inn í bæjarhúsin, hvort sem var skáli eða
stofa. Sama er að segja um fram og frammi; fram í bæj-
ardyr: hreyfing til staðarins, — frammi í bæjardyrum:
dvöl á staðnum. — Eins er talað um framkirkju, þann
hluta kirkjunnar, sem nær er kirkjudyrum.
En þetta, að söguhöfundur lætur þessa getið sérstak-
lega, að Þiðrandi sló sér niður ytztur við þili, sýnir, eins
og áður er á vikið, nákvæmni hans og löngun til þess að
skýra sem ítarlegast frá hverju einasta atviki, jafnvel
þeim atvikum, sem engin áhrif virtust geta haft á aðalvið-
burð sögunnar. í þættinum öllum virðist hvergi greint frá
neinu atviki í ákveðnum tilgangi, né til að sanna eða af-
sanna nokkurt meginatriði sögunnar, heldur er skýrt frá
hverju atriði svo látlaust og blátt áfram, eins og höfund-
urinn hefir heyrt frá þeim sagt. Frásögnin er sjálf sagan.
Þetta atvik, að Þiðrandi kastaði sér niður ytzt við
þili, er vitaskuld í beinu framhaldi og í bezta samræmi
uið það, sem áður er sagt um Þiðranda: hann gekk um
beina og sýndi í því liðvikni sína, lítillæti og ljúfmennsku,
°S sama er enn: hann ætlaði sér að heyra fyrstur manna,
gestir kæmu og knýðu hurðir, verða fyrstur til dyra til
uð opna fyrir þeim, og taka þannig ómak af öðrum, og
iáta ekki verða af meira hark en rétt það minnsta, svo að
sem fæstir vöknuðu við. En eftir því, sem áður segir, mátti
vel búast við gestum; veðri hafði verið svo farið um
hvöldið, að færri komu gestir en við var búizt.
„Enn er flestir menn voru sofnaðir, þá var kvatt
dyra ok lét engi maðr sem vissi. Fór svá þrisvar. Þá spratt
Þiðrandi upp ok mælti: Þetta er skömm mikil, er menn
láta hér allir sem sofi ok munu boðsmenn komnir.------
Hann tók sverð í hönd sér olc gekk út. Hann sá engan
mann. Honum kom þá í hug, at nokkurir boðsmenn mundu
hafa riðit fyrr heim til bæjar ok riðit síðan aptr á móti
teim, er seinna riðu. Hann gekk þá undir viðarköstinn ok
heyrði, at riðit var norðan völlinn (frá fjallinu niður að
bænum).----------Hann sá at þat voru konur níu, allar í
svörtum klæðum ok höfðu brugðin sverð í höndum. Hann