Skírnir - 01.01.1937, Side 170
168
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni?
[ Skírnir
heyrði ok at riðit var sunnan á völlinn (neðan frá, í átt-
ina upp að bænum og fjallinu); þar voru ok konur níu,
allar í ljósum klæðum ok á hvítum hestum. Þá vildi Þiðr-
andi snúa inn ok segja mönnum sýnina; enn þá bar at
konurnar fyrr, hinar svartklæddu, ok sóttu at honum,
enn hann varðist drengilega. Enn langri stundu síðar
vaknaði Þórhallr, ok spurði hvort Þiðrandi vekti, ok var
honum eigi svarat. Þórhallr kvað þá mundu of seinat. —
-----Var þá út gengit; var á tunglskin ok frostviðri. Þeir
fundu Þiðranda liggja særðan ok var hann borinn inn.
Ok er menn höfðu orð við hann, sagði hann þetta allt, sem
fyrir hann hafði borit. Hann andaðist þann sama morgin
í lýsing. —-------Síðan var haldit fréttum um manna-
ferðir ok vissu menn ekki vánir óvina Þiðranda“.
Jafn-sviplegur og óvenjulegur atburður hefir að sjálf-
sögðu lostið hugi manna undrun mikilli, og ekki var síð-
ur eftirsjá að jafn-efnilegum manni sem Þiðrandi var. —
Margur mun og fara nærri um, hver harmur var hér að
Halli kveðinn og konu hans, og það því fremur, sem hér
mátti með sanni segja:
„Vas-a ills þegns
efni vaxit“,
sem Egill hafði þá kveðið fyrir svo sem hálfum fjórða
tug ára. — En þótt Hallur vissi
„ófullt
ok opit standa
sonarskarð",
þá heyrðust ekki æðrurnar til hans. — En til marks um,
hve Halli varð mikið um missi Þiðranda sonar síns, er
þess getið í sögunni, að eftir hið sviplega fráfall hans
undi Hallur sér ekki lengur að Hofi, en flutti þaðan bú-
ferlum nær sjónum, og reisti þar bæ við á nokkra. Var
býlið fyrst kallað að Á, en síðar Þvottá, er hjú Halls og
síðan hann sjálfur höfðu laugazt þar og tekið skírn.
„Hallr spurði Þórhall, hverju gegna myndi um þenna