Skírnir - 01.01.1937, Síða 171
Skírnir]
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni?
undarliga atburð. Þórhallr svarar: „Þat veit ek eigi; en
geta má ek til, at þetta hafi engar konur verit aðrar en
fylgjur yðrar frænda. Get ek, að hér eftir komi siðaskipti,
ok mun því næst koma siðr betri hingat til lands. Ætla ek
þær dísir yðrar, er fylgt hafa þessum átrúnaði, munu hafa
vitat fyrir siðaskipti, ok þat, at þér munit verða þeim af-
hendir frændr. Nú munu þær eigi hafa því unat, at hafa
engan skatt af yðr áðr, ok munu þær því hann haft hafa
í sinn hlut; en hinar betri dísir mundu hafa viljat hjálpa
honum, ok komust eigi við at svá búnu“.
Þetta er sú skýring, sem þátturinn flytur.
Ekki virðist ástæða til að rengja frásögn þessa, það
sem hún nær. Bein skýring á þeim býsnum, sem þarna
urðu á Hofi, at Halls, þessa nótt, er máske torfundin, og
má vel vera, að hún fáist aldrei. Getgátur ættu þó að vera
leyfilegar, og hér er ein:
Væri nú víðs fjarri að geta sér þess til, að gengið
hafi reið þá um kvöldið og fram eftir nóttunni hvað eftir
annað (sbr. fór svo þrisvar), í eða við bæinn á Hofi, og
að eldingum hafi slegið niður t. d. í viðarköstinn, sem þar
var á hlaðinu, eða jafnvel í sjálfa brandana, og loks á
Þiðranda sjálfan, eftir að hann var kominn út, og það
Með vopn í hendi, og fór að vega að þessum dísum, sem
hann þóttist sjá, og að elding hafi orðið honum að bana?
Athuga mætti, hvort ekki fyndust nein atriði, tilgreind
í sjálfri sögunni, sýnilega alveg látlaust og tilgangslaust,
er bent gætu í þessa átt, og mætti þar til nefna staðhætti,
drstíð, veðráttu.
Hof í Álftafirði er suðaustan á Islandi, eins og kunn-
ugt er, og stendur bærinn eigi allfjarri svo nefndu Hofs-
fjalli.
>»Á Suðurlands undirlendi austan til munu eldingar
vera tíðastar“, segir Þorv. Thoroddsen í Lýsing Islands,
H- b., bls. 361—364, og hann bætir við: „oftast þegar líð-
ur á haust“. Hér var komið að veturnóttum. Ennfremur
segir Þorv. Thoroddsen: „Oft koma þær í krapaveðri eða
^egar haglél koma í frostleysu“.