Skírnir - 01.01.1937, Side 172
170
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni? [Skírnir
í þættinum segir: „veður var hvasst og viðgerðar-
Væri ef til vill ekki ólíklega til getið, að nútíma
íslendingar mundu hafa kallað rosaveður með hryðj-
um, kviðum miklum, með úrkomu, máske éljum. Virðist
ekki vera ósennilegt, að þetta hafi orðið til að halda aftur
af boðsmönnum og jafnvel hept för þeirra sumra.
Það er alkunnugt, að reið gengur helzt, þegar svo er
farið veðri, að ókyrrð er á hinum ýmsu loftlögum, vegna
misjafns hitastigs þeirra innbyrðis. Þessi hreyfing loft-
laganna eða „ýmisleikur loftsins“ (sbr. Kristnisögu) veld-
ur því, að saman getur lent tveim skýja- eða loftlögum
með gagnstæðum rafhleðslum, eða skýjalagi annars veg-
ar og jörðinni hins vegar, og verður af sprenging: elding
og þruma á eftir.
Ef leyfilegt væri að hugsa sér þetta, þá sýnist margt
skýrast, sem í söguþættinum stendur. Hafi eldingum lost-
ið niður á bæ Halls þetta kvöld, hvort sem hefir verið í
viðarköstinn á hlaðinu eða í brandana sjálfa, þá hefir
Þiðrandi hlotið að verða þessa var fyrstur manna, af því
að hann lá „ytzt við þili“. En þar sem hann þóttist heyra
jódyn, þá mætti gizka á, að þar hafi hann aðeins heyrt
þrumuhljóðið, enda tekið mikið undir í fjallinu upp af
bænum. Og hafi svona verið, að gengið hafi þrumur og
■eldingar þessa nótt, þá hefir Þiðranda líka orðið það á,
er sízt skyldi. 1 þættinum segir: „Hann tók sverð í hönd
ok gekk út“, og síðar: „gekk þá undir viðarköstinn“. Þetta
tvennt gat, hvort fyrir sig, orðið honum hinn mesti háski.
Elding er rafmagnsneisti og bráð-málmsækin; hefir Þiðr-
andi því með vopnaburðinum einum getað egnt raf magn-
ið gegn sér, ef svo mætti segja. Hitt var og litlu skárra,
að hann „gekk undir viðarköstinn", því að eldingu lýstur
jafnan helzt niður í hvað eina, sem eitthvað skagar fram
eða upp í loftið, og gat því varla verri griðastað en ein-
mitt þar, undir viðarkestinum. En þar sem hann þóttist
sjá ýmist Ijósar dísir eða dölckar, mætti vera, að ljósar
hafi honum sýnzt dísirnar, þegar leiftrin voru sem mest