Skírnir - 01.01.1937, Page 173
Skírnir]
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni?
171
og „stóðu geislar“ á honum eða vopnum hans, en dökkar
þess á milli.
En tala dísanna var gömul sögn, sem fyrir löngu var
búin að vinna hefð og orðin að trú. Svo segir í Völsunga
kviðu hinni fornu (Sæm. Edda, útg. Sig. Kristj., bls. 286):
„ok fengu í hafi ofviðri mannhætt. Þá komu leiptr yfir
bá ok stóðu geislar í skipin. Þeir sá í loptinu at valkyrjur
níu riðu ok kenndu þeir Sigrúnu“.
Hér mætti og nefna firn þau, er frá segir í Fms., XI.
bindi, Kh. 1828, í Jómsvíkinga sögu, 44. kap., um bardag-
ann í Hjörungavági. Hákoni jarli lízt óvænlega á bardag-
ann, og tekur það ráð að heita á Þorgerði Hörðatröll
(„Hörðabrúði“, ,,Hölgabrúði“) til fulltingis sér; segir í
sögunni, að hún hafi verið treg í fyrstu, en þar kom þó,
að hún lét tilleiðast að lofa jarli liðsinni sínu, er hann
hafði boðið henni til blóts Erling son sinn, 7 ára gamlan.
f’á fannst Hákoni jarli heldur hækka hagur sinn og þótt-
ist hann nú öruggur um sigur; eggjar nú sína menn enn
á ný og segir þeim sigurvissu sína, og að hann hafi heitið
á þær systur, Þorgerði ok Yrpu. „----------Ok nú tekr
veðrit at ylgjast í norðrit ok dregr upp ský dökkt ok
dimmt með hafinu ok gengr upp með öllu skjótt-----------
°k fylgir þegar jel, ok þókti þeim sem þangað væri bæði
eldingar ok reiðarþrumr.----------En þetta jel var með
svo miklum býsnum ok veðrit þat er fylgdi, at ekki máttu
sumir betr enn fá staðizt, ok nú er menn höfðu áðr um
daginn farit af klæðunum fyrir hita sökum, en nú var
veðrit nökkvat öðruvís ok tekr þeim nú at gnolla.-------
Þat er ok frásagt, þá er Sigvaldi hafði undan flýit, at þá
■tók af jelit ok eldingar ok reiðarþrumr allar ok varð eptir
þat veðrit kyrrt ok kalt“. — í Þiðranda þætti segir, að „er
þeir komu út um nóttina að vitja um Þiðranda, var kom-
ið frost, en þess er ekki áður getið, þegar veðurlagi er lýst.
Snorri getur bardagans í Hjörungavági (Heimskr.,
Ól. s. Tr.) og nefnir jafnvel að él hafi gengið meðan or-
ustan stóð, en „gjörninga“ getur hann ekki.
Að sjálfsögðu má um það deila, hvort vera muni of