Skírnir - 01.01.1937, Page 175
Skírnir] Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni?
173
eldinguna niður af himnum og veldissprota úr höndum
harðstjóra (eripuit coelo fulmen sceptrumque tyrannis).
— Og víst er um það, að eldingavarann fann hann fyrstur.
Nærri má geta, að margskonar rannsóknir og tilraunir
hafa verið gerðar á þeim tæpum 2 öldum, sem síðar eru
liðnar, og þekking manna á öllu, sem hér að lýtur, hefir
margfaldazt á ýmsan hátt, ekki sízt síðan mennirnir tóku
rafmagnið í þjónustu sína. En það þykir eftirtektarvert,
að þótt húsum manna sé nú minni hætta búin en áður en
eldingavari fór að tíðkast, þá virðist mannskaða-slysum af
eldingum ekkert hafa fækkað (flest slysin úti), og eru til
um þetta ýmsar skýrslur. — Öllum, sem um þessi mál
hafa ritað, kemur saman um, að reiðarslög séu mjög mis-
skaðvæn, sjálfsagt eftir því hve loftið er mis-rafþrungið,
og allir þekkja snæljós og snæleiftur. Þá vita menn og
dæmi þess, að sumir menn, sem fyrir reiðarslagi hafa orð-
ið, hafa aðeins fengið aðsvif snöggvast eða fallið í dá um
stundarsakir, og margir hverjir raknað við sjálfkrafa eftir
skemmri eða lengri tíma, aðrir verið lífgaðir úr dái með
iífgunartilraunum, og enn aðrir beðið líftjón af eða lang-
vinna heilsubilun.
Það kemur og öllum saman um, að sýkingaráhrif reið-
arslags og rafmagns í raftækjum og -þráðum á mannlegan
líkama sé í aðalatriðum hin sömu. — Þó er á þessu tvennu
sá mikli munur að öðru leyti, að mæla má rafspennur í
raftækj um og rafþráðum, og þegar um slys er að ræða af
þeim völdum, verður ætíð vitað hvar rafmagnið hefir
fyrst snortið líkamann („inngangsstað“ þess), en þessu
verður af skiljanlegum ástæðum hvorugu við komið, er um
reiðarslag er að ræða.
Þá þykir það margsannað, að rafþol manna sé mjög
rnisjafnt, og það jafnvel svo að undrum sætir, en ekki
hefir enn tekizt að komast að raun um í hverju sá mikli
mismunur sé fólginn. Þó þykir líklegast, að þar ráði mestu
þau sömu eða svipuð öfl og þau, er koma fram í því, að
sjúkdómar bíta ólíkt á menn, og að margir virðast vera
ónæmir fyrir hinum næmustu sjúkdómum. Þykir þar mest