Skírnir - 01.01.1937, Síða 176
174
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni? [Skírnir
gæta meðfæddrar líkamshreysti yfirleitt. Um Þiðranda er
sagt, að menn „dáðust mjök að honum ok lofuðu atgervi
hans“. —
Eftir því hefir og verið tekið, að mikill munur er á
hvort rafmagn hittir menn að óvöru eða ekki. Eru tilfærð
dæmi þess, að dauðsföll hafi komið fyrir af völdum lág-
spennu undir 300 volt, 110 volt og jafnvel 60 volt, ef raf-
magnið hefir hitt menn óviðbúna. — Það er alkunna um
raflagningamenn, að þeir geta, sér að skaðlausu, snert
rafþráð með sterkum straum, þegar sú snerting er fram-
in af ásettu ráði og með einbeitni, en beðið bráðan bana
af sama straumi, ef hann snertir þá að óvöru.
Um Þiðranda segir, að dísirnar „sóttu að honum, en
hann varðist drengilega“. Verður varla dregið í efa, að
hann hafi verið vígreifur í þeirri vörn, og að hann hafi
ráðizt gegn dísunum fyllilega í þeim huga að duga sem
bezt. Hjá jafnhraustum manni og Þiðrandi var virðist því
mega gera ráð fyrir, að viljaorka viðnámsins (nisus resi-
stentiae) hafi verið sterk og staðgóð, og að rafmagns-
áhrifanna hafi því ekki gætt sem annars mundi, en að
hann hafi þó bugazt að lokum og lagzt fyrir, sbr. „þeir
fundu Þiðranda liggja særðan“. — Hvað sárin snertir, eru
tæpast nokkur líkindi til að þau hafi verið banvæn, sízt
hafi svo farið, sem hér er gizkað á. „Á þeim, sem verða
fyrir reiðarslagi, sjást oft einkennilegar, ljósrauðar rákir
á húðinni, hríslulagaðar, sem hverfa eftir fáa daga.----
— Brunasár koma einnig fyrir, misjafnlega djúp“. Slík
sár eru oft lengi að gróa (sárbarmarnir brenndir).
Á öðrum stað segir: „Menn hafa oft lifnað úr dái
eftir rafmagnsslys, stundum hjálparlaust, stundum er
beitt hefir verið andardráttartilraunum.----------Sumir
sjúklingar, sem orðið hafa fyrir rafstraum og fallið í dá,
ranka seint við sér og eru oft eins og utan við sig nokkra
daga á eftir; aðrir kvarta um þreytu og höfuðverk og
eiga bágt með að ganga, o. s. frv., þótt þeim batni síðar.
EinJcum ber á ofan töldum einkennum á þeim, sem orðið
hafa fyrir eldingu, og liggja þeir jafnvel stundum í dái