Skírnir - 01.01.1937, Síða 177
Skírnir]
Hvað varð að bana Þiðranda Hallssyni?
175
döguvt saman, en stundum með hálfgerðu óráði svo dægr-
um skiptir,---------en batnar þó.---------Ekki bíða bana
allir þeir, sem fyrir eldingum verða, missa jafnvel ekki
setíð meðvitund.----------Oftast verða truflanir á hjart-
slætti, stundum ber á nýrnaveiki eftir á og alloft skemmd-
lr á sjón og heyrn.---------Rétt er að setja það á sig, að
Þeir, sem orðið hafa fyrir rafstraumi, svo að andardrátt-
ur þeirra og hjartsláttur virðist vera stöðvaður, geta oft
lifnað við, ef lífgunartilraunum er beitt“.
1 enn öðru riti er læknum „tekinn vari á að rita dán-
arvottorð þeirra manna, sem orðið hafa fyrir eldingar-
slysum, nema því aðeins, að reyndar hafi áður verið lífg-
unartilraunir, — andardráttar-hreyfingar og ötular nudd-
tilraunir á brjóstholinu vinstra megin, eða öllu heldur
hnoðaður hjartastaður, til þess að örva hjartað til starfa“.
Mætti ef til vill hugsa sér, að þetta hraustmenni hafi
svo vel staðizt eldingar-áhrifin, að hann hafi ekki verið
með öllu bugaður, er hann fannst, og því getað sagt frá
slysinu, en að hann hafi þá fyrst orðið magnþrota, er
Þeirri skýrslu hans var lokið, og þá fyrst fallið í dá og
orðið úr dauði af úrræðaleysi þeirra, er að stóðu.
í nýlega útkomnu merku læknisriti segir svo um þessi
slys: „Lífgunartilraunir með öndunar-hreyfingum er nú
sem stendur hin eina viðurkennda læknisaðgerð“.
En þar á Hofi var þá enginn, er þær „limrúnir“
kunni.
Heimildarrit :
keference Handbook of the medical Sciences, New York 1883—90.
Vol. IV. (Lightning).
°a]-Encyclopádie d. ges. Heilkunde. II. og XII. B.
Osler: Modern Medicin, Philadelphia and New York 1907, VII. B.
• Harbitz: Retsmedicin, Oslo 1926.
• Bergmann u. R. Stahelin: Handb. d. inn. Krankheit, Berlin 1927.
• Bergmann mit Stroebe, Dorr, Eppinger etc.: Handbuch der inn.
Krankheiten, Berlin 1931.
aylor’s Principles of medical Jurisprudence, London 1934.
Ritað 1937.