Skírnir - 01.01.1937, Page 178
Um örnefnarannsóknir.
Eftir Magnús Finnbogason.
I.
Eð/f, afmörkun og flokkun örnefna.
Alls staðar á byggðu bóli mun það tíðkast, að menn
gefi nöfn bæði bústöðum sínum og öðrum staðbundnum
mannvirkjum og einnig ýmsum öðrum stöðum í náttúr-
nnni umhverfis sig, þeim er vekja athygli þeirra öðrum
stöðum fremur. Ekki mun þurfa að efast um, að alls stað-
ar hafa staðanöfn tekið að myndast, jafnskjótt og menn
hafa setzt þar að; og jafnvíst er hitt, að hver ný kynslóð
hefir alltaf bætt nýjum nöfnum við þau, sem áður voru
til, en hins vegar gleymt að jafnaði einhverjum hinna
eldri. Þó sýna rannsóknir staðanafna, að þau eru oft furðu-
lega lífseig; ein kynslóð tekur við af annari og geymir
þau um aldaraðir, þó að þau hafi eigi verið bókfest.
Þannig á hver liðin kynslóð sinn þátt í myndun þeirra
staðanafna, sem til eru á hverjum tíma. En hver öld, hver
kynslóð á sitt málfar, sínar lífsskoðanir, sínar venjur, sína
trú og sinn smekk — í fám orðum sagt: sína menningu;
og má því ætla fyrir fram, að staðanöfn hverrar aldar,
hverrar kynslóðar, beri að einhverju leyti merki hennar,
sé óskráð menningarsaga hennar (í rýmstu merkingu þess
orðs). Einnig má ætla fyrir fram og liggur raunar opið
fyrir, að nöfn hafa verið gefin á þá leið, að af þeim má
ráða ýmislegt um náttúruástand eða útlit þeirra staða,
er bera þau. Geta staðanöfn þannig komið að haldi sem
heimild að náttúrulýsingu landa, héraða og jarða. Við laus-