Skírnir - 01.01.1937, Side 179
Skírnirl
Uiw örnefnarannsóknir.
177
lega athugun sést einnig, að ýmsan annan fróðleik er unnt
að öðlast af rannsókn staðanafna. Margar þjóðir hafa því
þegar hafizt handa um rannsókn staðanafna sinna og telja
sig ekki geta látið þann fróðleik ónotaðan, sem unnt sé að
afla með skipulegri rannsókn þeirra. En rannsóknir þeirra
eru margþætt og flókið starf, sem krefst bæði gerhygli
og þekkingar. Fyrst verður að safna vandlega öllum nöfn-
um á því svæði, sem tekið er fyrir í hvert sinn, og verður
jafnan að athuga rithátt þeirra staðanafna, sem hafa ann-
ars verið bókfest, í elztu og traustustu heimildum, sem
fáanlegar eru, því að stundum hafa þau aflagazt og breytzt,
frá því er þau voru fyrst færð í letur. — Þó gildir þetta
ekki svo mjög um íslenzk staðanöfn sem um staðanöfn
flestra annara þjóða, því að íslenzk staðanöfn eru miklu
traustar tengd lifandi máli en staðanöfn flestra annara
þjóða og hafa því varðveitzt miklu betur. — Þá verður að
skýra merkingu þeirra, ef nokkur vafi leikur á um hana
og leita að ástæðunni fyrir nafngiftinni. Loks er reynt að
leiða af þeim alla þá vitneskju og fróðleik, sfem unnt er;
en til þess að það megi takast, verður að flokka þau með
ýmsu móti, eftir því hvaða fróðleiks menn hyggjast að
afla sér.
Á sviði staðanafnarannsókna standa Svíar, Norðmenn
°g Danir mjög framarlega; þeir hafa þegar rannsakað
stór svæði hverir í sínu landi og þykjast hafa hlotið slík-
an árangur þessarar iðju, að einsætt sé að halda áfram.
Mest, má þó telja, að kveði að rannsóknum þessum hjá
Svíum, því að þeir hafa einir allra þjóða sett á stofn
kennslustól í staðanafnarannsóknum í einum háskóla
sinna, Uppsalaháskóla. Þykir mér því hlýða að segja ger
fr'á rannsóknum þeirra á þessu efni — einkum því, hvað
t>eir hafa unnið eða telja sig munu vinna í þágu vísind-
anna með rannsókn þess. Að því loknu skal gerð stutt
grein fyrir því, hvers megi vænta af skipulagðri rannsókn
íslenzkra staðanafna, ef hafin væri. En auðvitað er, að
reynslan myndi sýna að sumu leyti annan og að öðru leyti
^eira eða minna árangur en þann, sem gert verður ráð
12