Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 181
Skírnir]
Um örnefnarannsóknir.
179
nafnsmerkingu þeirra, en ekki sé um að ræða víðari,
þrengri eða aðra merkingu. Þess vegna ber að sleppa orð-
um eins og lækur, sandur, brelcka, tangi, gil, hvammur o.
s- frv. En sé orð, sem táknar ákveðinn stað, ekki lifandi
samnafn í héraðinu, þar sem það kemur fyrir, heyrir það
ótvírætt til staðanafna. Hrein staðanöfn eru því orð eins
°g Nónhóll, Dimma-gil, Illa-brekka, Forni-hvammur o. s.
frv. Ennfremur tilheyra eiginleg samnöfn staðanöfnum,
þegar þau tákna annað eða meira en það, sem felst í al-
Wennri merkingu þeirra. Þess vegna teljast orðin hóll og
brekka til staðanafna, þegar þau eru notuð sem bæjanöfn;
sama gildir um orðin sandur og völlur, ef sá staður, sem
Sandur nefnist, er nú gróið land, og sá staður, sem Völl-
Ur nefnist, er orðinn að foksandi eða hrauni.
í sömu merkingu og orðið staðarnafn, svo sem það
hefir nú verið skilgreint, verður orðið örnefni notað, þótt
hin almenna merking þess sé naumast eins víðtæk og merk-
lng orðsins staðarnafn. En orðið örnefni er gamalt og
gott og fer oft betur í máli en orðið staðarnafn; þykir
^101, því hlýða, að örnefnakönnuðir vorir noti það fram-
Vegis í staðinn fyrir staðarnafn eða að minnsta kosti
■iafnframt því.
Svo sem þegar er drepið á, má flokka örnefni eftir
ynisum sjónarmiðum, eftir því hvers konar fróðleik menn
hyggjast að vinna úr þeim. Þau má flokka eftir aldri, eft-
lr því sem unnt er að tímasetja þau. Einnig má flokka
hau eftir því, hvað þau tákna, en flokkun á þeim grund-
Velli ynði geysi-fjölbreytt. En auk þess má skipta þeim í
sæmilega skýrt afmarkaða flokka, eftir því hvort þau
®lL1 nÖfn á mannvirkjum (það orð er notað hér í mjög víð-
^kri merkingu, þ. e. s. um allt, sem myndað er eða mótað
manna höndum) — eða nöfn á náttúrlegum stöðum (þ.
e- s- stöðum, sem ósnortnir eru af manna höndum. Þessa
°kka mætti nefna mannvirkjanöfn og náttúrunöfn.1)
Á sænsku eru þau nefnd kulturnamn og naturnamn; hefi eg
12*