Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 182
180
Um örnefnarannsóknir.
[Skírnir ,
TT,
Árangurinn af örnefnarannsóknum Svía.
Eins og áður er sagt, hafa Svíar einir allra þjóða gert
örnefnarannsóknirnar að viðurkenndri háskólanámsgrein
og þar með að viðurkenndri vísindagrein, sem sænskir
fræðimenn leggja stund á af kappi. Er prófessor J. Sahl-
gren kennari í fræðigrein þessari og jafnframt forstöðu-
maður hinnar miklu örnefnarannsóknarstofnunar, sem
nefnist Svenska Ortnamnsarkivet. Þannig virðast örnefna-
rannsóknirnar vera komnar á svo hátt stig með Svíum og
stundaðar með svo vísindalegu sniði, að vel mætti oss ís-
lendingum hlýða að taka oss rannsóknaraðferðir þeirra
til fyrirmyndar og sníða starfsaðferðir vorar sem mest
eftir því, sem viðgengst hjá þeim, ef vér réðumst í að íaka
örnefni vor til skipulagðrar rannsóknar. — Það yrði of
langt mál, enda ekki á mínu valdi, að skýra hér frá starfs-
aðferðum þeirra, en hins skal aftur freistað að segja í sem
stytztu máli frá því, hvaða fræðigreinir og vísinda- þeir
hafa auðgað eða hyggjast munu auðga með örnefnarann-
sóknum sínum.* 1)
Gildi örnefna fyrir málvísindin. —Oft og tíðum hafa
örnefni að geyma orð, sem eigi eru framar til í máli þeirr-
ar þjóðar, er varðveitt hefir örnefnin, og eru eigi heldur
varðveitt í eldra máli hennar. Þessum orðum má þá bæta
við orðaforða fornmálsins. Hverri tungu er jafnan feng-
ur að fornum orðum, vegna þess að því orðfleiri sem hún
er, því auðveldara er að gera grein fyrir skyldleik henn-
ar við önnur mál, — hvernig honum sé háttað og hvernig
hljóðlögmálum og hljóðbreytingum hennar sé farið. Einn-
ig er það mikils vert, ef orð, sem eru aðeins kunn frá nær-
skyldum málum, koma fram í örnefnum. Á síðustu árum
hefir mönnum sem sé orðið æ ljósara gildi staðfræðilegra
þýtt sænsku orðin svona, af því að mér hafa eigi dottið önnur betrl
orð í hug.
1) í þessum kafla verður að mestu leyti farið eftir riti Hj-
Lindroths: V&ra Ortnamn, bls. 2—62 (Natur och Kultur 2B).