Skírnir - 01.01.1937, Síða 184
182
Um örnefnarannsóknir.
[Skírnir,
umhverfið, sem mennirnir hafa lifað og hrærzt í, hefir
verkað á þá og hvernig þeir færðu þær verkanir í máls-
búning. Það ætti að vera unnt að flokka örnefni, til dæm-
is örnefni hvers héraðs um sig, eftir því sjónarmiði, hverju
menn hafi gefið nöfn og með hvaða hætti. Þetta skal skýrt
ofurlítið nánar. Hugsum oss sker úti fyrir ströndinni, það
er ef til vill myndað úr ávölu, kollmynduðu bergi. Eigi er
víst, að nafn þess lúti að þessum eiginleikum, enda þótt
þeir kunni að hafa vakið athygli nafngjafans. Oft eru
fleiri eiginleikar en einn athyglisverðir, og veltur þá auð-
vitað á ýmsu, hver þeirra ræður nafngiftinni. Ennfremur
getur svo verið, að enginn af eiginleikum skersins hafi
valdið nafninu, heldur eitthvert atvik eða ástand, sem við
skerið er tengt. En þó er það mjög algengt, að einkenni
eins og það, er að ofan greinir, hafi valdið nafngiftinni.
Vilji menn nú athuga, með hverjum hætti þessum eigin-
leikum sé gefin nöfn, kemur í ljós, að það er á fleiri en
einn veg. Nafngjafinn kann að hafa nefnt skerið beint
eftir lögun þess, nefnt það Kollótta-sker eða því líkt. En
hann getur líka hafa nefnt það óbeint eftir sama eigin-
leika, látið hugkvæmnina og ímyndunaraflið setja svip
sinn á nafngiftina. Hann hefir þá ef til vill nefnt það
Kúna, Gyltuna eða því líkt, eftir því hvert andinn hefir
leitt hann. Hefir því líkingartilfinningin verið að verki
um nafngiftina. Þannig má greina á milli beinnar og
óbeinnar nafngiftar. Hugsum oss því næst, að bergstrýta
eða drangur sé nefnd Karlinn, en þá er allsennilegt, að
önnur bergstrýta eða drangur í grenndinni heiti Kerling-
in; sést af því, að andstæðutilfinningin er einnig virkur
þáttur í nafngiftunum.
Tvískiptingin í beinar og óbeinar nafngiftir gefur til-
efni til hugleiðinga um það, hvernig nöfnin hafi orðið til.
Lítum á örnefni eins og Stóri-steinn. Nærri sanni mun
vera, að steinn þessi hafi upphaflega verið nefndur stóri
steinninn, eins og t. d. brúni hesturinn, af þeim, sem heima
hafa átt í grennd við hann, en við stöðuga endurtekningu
hafi orð þessi smám saman orðið að sérnafni og greinir-