Skírnir - 01.01.1937, Síða 186
184
Um örnefnarannsóknir.
[Skírnir
bæSi langhöfða og stutthöfða, og eru þeir taldir vera hvor-
ir af sínum kynflokki. En erfitt er að skera úr, hvorir
hafi fyrr náð fótfestu á þessum slóðum. Nú hafa fundizt
fornleifar, sem bera vitni um svo forna norræna menn-
ingu og svo líka menningu þjóða frá eldri steinöld lengra
suður í álfunni, að sá norræni kynflokkur, sem hún hefir
dafnað hjá, hlýtur að hafa verið af sömu eða svipaðri rót
runninn og þjóðir þær, sem höfðust við lengra suður í
álfunni á þeim tímum. En þær þjóðir voru langhöfðar;
og ætti því hinir elztu íbúar á Norðurlöndum eftir ísöld að
hafa verið langhöfðar. Hin eina hauskúpa frá eldri stein-
öld, sú er fundizt hefir, Strángenás-hauskúpan, bendir og
í sömu átt. En um það stendur styr, hvort þessir elztu lang-
höfðar hafi horfið af Skandinavíuskaganum fyrir þann
tíma, er aðrar elztu hauskúpur af langhöfðum eru frá, eða
þeir hafi alltaf hafzt þar við og sé beinlínis forfeður þeirra
langhöfða, sem hinar síðari höfuðkúpur eru úr.
Sennilegt er, að hin indógermanska tunga hafi eigi
borizt síSar til Skandinavíuskagans en á yngri steinöld,
því að eftir þann tíma verður eigi vart innflutnings þang-
að, sem sennilegt sé, að valdið hafi málbreytingum. Nú
hafa þær skoðanir látið til sín taka á síðari árum, að ger-
mönsk mál hafi hlotið sérkenni þau, sem greina þau frá
öðrum indógermönskum málum, þ. e. germönsku hljóð-
færsluna, fyrir áhrif fráfjarskyldueðaóskyldu máli, sem
fyrir hafi verið á þeim stað, er hið indógermanska mál
barst til. En mikil ástæða er til að ætla, að hin germönsku
einkenni hafi eigi komið fram, þ. e. s. hin germanska grein
hins indógermanska málaflokks hafi eigi myndazt fyrr en
nálægt mótum eiraldar og járnaldar, þ. e. um 1500 f. K.
Af þessum tveim ástæðum hafa ýmsir vísindamenn ætlað,
að Indógermanir hafi eigi flutzt inn á hið germanska
svæði, sem síðar varð, fyrr en á mótum eiraldar og járn-
aldar eða í upphafi járnaldar. En hér koma örnefnin til
slcjalanna. Af þessari kenningu mundi leiða, að ekki mætti
gera ráð fyrir indógermönskum örnefnum á Skandinavíu-
skaganum, sem væri eldri en frá járnöld. En rannsóknir