Skírnir - 01.01.1937, Side 187
Skírnir ]
Um örnefnarannsóknir.
185
eldri örnefna benda til, að til sé miklu eldri örnefni en frá
þeim tíma. Auk þess hafa engin örugg merki fundizt ör-
nefna af öðrum uppruna en hinum indógermanska.
Ekki er fullvíst, að hve miklu leyti unnt er að álykta
um þjóðflokkamun af mismun örnefna í hinum ýmsu
landshlutum eða héruðum. En sú staðreynd, að nöfn með
sérstökum einkennum eru oft bundin að mestu eða öllu
leyti við ákveðið svæði, bendir að minnsta kosti til mis-
munandi venja og smekks hjá íbúum hinna ýmsu lands-
hluta og héraða.
Gildi örnefna fyrir trúarbragðarannsóknir. — Ekki
verður tafarlaust og rakalaust ályktað, að sú goðafylking,
sem kunn er úr vestnorrænum bókmenntum og var sam-
eiginleg eign hinnar vestnorrænu greinar Norðurlanda-
búa, hafi einnig átt heima með Svíum, enda þótt allar
líkur bendi til, að svo hafi verið. En af örnefnum, sem sett
eru saman með nöfnum þessara goða, sannast það æ bet-
ur, eftir því sem rannsóknum sænskra örnefna miðar
lengra áfram; eða réttara sagt, með örnefnunum er unnt
að sannprófa, að hve miklu leyti hin vestnorræna goða-
fræði á við hjá Svíum. En fram úr þessu hefir þó árang-
urinn af örnefnarannsóknunum í þágu trúarbragðarann-
sóknanna þegar farið. Eigi er t. d. fullvíst, að goðvera,
sem hefir verið sameiginleg Svíum og öðrum Norðurlanda-
búum, hafi haft sama valdsvið, sama hlutverk, hjá Svíum
°& hinum Norðurlandaþjóðunum. Úr þessu má oft skera
að meira eða minna leyti með athugun örnefna, sem sett
eru saman með nöfnum þessara goða. Einkum ber að
^yggja að því, við hvaða orð goðanöfnin eru sett saman
bvert um sig og hvernig örnefni, sem sett eru saman úr
Soðanöfnum, mynda hópa. Menn hafa t. d. veitt því at-
hygli, að langt frá öll örnefni með goðsnafni í fyrra lið
enda á -akr; af því sést, að eigi hafa öll goð verið dýrk-
á helgum akri. Þau, sem enda á -vé (vi), þykja bera
vitni um opinbera dýrkun; um það er þó ágreiningur.
^enn hafa dregið ályktanir um eðli goðadýrkunarinnar
því, hvernig þessi örnefni mynda hópa. T. d. hyggja