Skírnir - 01.01.1937, Side 189
Skírnir]
Um örnefnarannsóknir.
187
irnar eru til sagnir, sem taldar eru sannar og eru örnefn-
um til skýringar. Oft eru þær þess eðlis, að almennur fróð-
leikur þætti í að geta gengið úr skugga um sannleiksgildi
þeirra. Mjög oft eru sögur þessar tilbúnar skýringartil-
raunir á örnefnum þeim, sem þær eru tengdar, en aldrei
tjáir þó að ganga fram hjá þeim vegna órökstuddrar sann-
færingar um ósöguleik þeirra.
Sem dæmi um örnefni, sem tegnd eru sögulegum at-
burðum, má nefna Kungshálan í Landvetters socken aust-
ur frá Gautaborg í Svíþjóð. Á stað þessum, sem er laut
eða dæld, hafði Danakonungur herbúðir eitt sinn, er styrj-
öld var milli Dana og Svía.
Stundum geta örnefni varpað ljósi yfir einangraða at-
burði og einstaka menn og reynzt hin merkustu sönnun-
argögn. — Eitthvert eftirtektarverðasta örnefnið er ef til
vill Óttarshaugur (Ottarshögen), nafnið á einum hinna
miklu hauga hjá Vendli í Upplöndum. Úr fornbókmenntun-
um er kunnugt, að til var Svíakonungur, sem Óttar hét
uieð viðurnefnihu Vendilkráka; og sýnt hefir verið fram
ú, að hann hafi verið kenndur við Vendil í Upplöndum og
nigi því Óttar Vendilkráka að vera heygður í Óttarshaugi.
S. Nermann hefir tekizt að ákveða nákvæmlega, hvenær
Óttar og aðrir fornkonungar hafi verið uppi, og telur hann,
uð Óttar hafi andazt í síðasta lagi á 4. tugi 6. aldar e. K.
~~ En merkilegt er í þessu sambandi, að gamalli konu frá
Vendli, sem ákærð hafði verið fyrir fjölkynngi, varð rætt
um Óttarshaug á Vendli, er hún var fyrir rétti. Síðan
benti prestur nokkur á það nokkrum árum síðar, hvar
Óttarshaug væri að finna. Á árunum 1914—1916 var haug-
Ur þessi brotinn og rannsakaður. Það, sem allt valt nú á,
var, hvort aldur haugsins reyndist vera frá þeim tíma, er
Óttar hafði átt að andast samkvæmt rökum sögunnar. I
baugnum fannst m. a. grískur peningur frá árunum 476—
^77, og allt annað, sem þar fannst, benti til þess tíma, er
Óttar Vendilkráka var uppi samkvæmt þeim niðurstöðum,
er fengnar voru áður. — Örnefnið Óttarshaugur hafði varð-
veitzt á Vendli nálega 1150 ár og staðfesti nú vitneskju