Skírnir - 01.01.1937, Síða 191
Skírnir]
Um' örnefnarannsóknir.
189
Gildi örnefnarannsókna, fyrir aðra þætti menningar-
sögunnar. — Það yrði torvelt að semja tæmandi greinar-
gerð um þau fræðisvið, sem örnefnarannsóknir gætu varp-
að nýju ljósi yfir. Um það verður í raun og veru aldrei vit-
að til fullnustu, fyrr en reynt er. En þó munu þau fræði-
svið vafalaust vera fleiri en nú hafa verið talin, sem auðga
má með örnefnarannsóknunum. T. d. má ætla, að í jafn-
fornu menningarlandi og Svíþjóð er megi vinna merki-
iegar upplýsingar um mannanöfn fyrri tíma úr örnefnun-
um, þar eð Svíar eiga fátt ritaðra heimilda eldri en frá
lokum miðalda. Einnig má ætla, að eitthvað megi ráða af
örnefnunum um atvinnuhætti eða öllu heldur einstök störf
manna á fyrri öldum.
III.
Horfur um árangur af rannsókn íslenzkra örnefna.
Ætla má, að margt mundi reynast svo líkt um eðli
sænskra og íslenzkra örnefna, ef til rannsóknar kæmi á is-
lenzkum örnefnum, að svipaðs árangurs væri að vænta, að
svo miklu leyti sem ólíkar aðstæður gæfu heimild til. En
svo stendur á, að byggð á íslandi á sér mjög skamma sögu
í samanburði við byggð í Svíþjóð og öðrum Norðurlönd-
um, og íslenzka þjóðin auk þess svo auðug að fornum
skráðum söguheimildum og öðrum bókmenntum, að ekki
líður nema nokkuð á þriðju öld frá því, er landnám hófst,
tangað til að elztu rit, sem nú eru til, voru færð í letur, og
síðan leggst bókmenntastarfsemi og bókagerð aldrei niður.
Ev af þessu auðsætt, að íslenzk örnefni geta ekki haft eins
uiikið gildi fyrir Islendinga og sænsk örnefni fyrir Svía
sem menningarsöguleg og náttúrusöguleg heimild. En samt
sem áður má ætla, að unnt muni vera að vinna úr íslenzk-
um örnefnum vitneskju um ýmislegt, sem hinum ágætu
vithöfundum vorum frá fyrri öldum hefði jafnvel ekki
komið til hugar að rita um, hvað þá að þeir hefði gert það.
-^uk þess geta örnefni oft verið merkar heimildir, þótt
Þau sé eigi ein til frásagnar. Þau geta bæði verið öðrum
heimildum til staðfestingar eða að hinu leytinu veikt eða