Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 192
190
Um örnefnarannsóknir.
[Skírnir
afsannað það, sem ályktað hefir verið af öðrum miður
merkum heimildum.
Verður nú freistað að færa að því líkur, eftir því sem
unnt verður að óreyndu, hver þeirra fræðisviða eða vís-
indagreina, sem Svíar telja sig hafa auðgað eða munu
auðga með örnefnarannsóknum sínum, myndu geta auðg-
azt af skipulagðri rannsókn íslenzkra örnefna, ef hafin
væri. Þá verður og reynt að geta í eyðurnar um það, hvort
hægt væri að gera sér vonir um, að rannsóknir íslenzkra
örnefna myndi varpa ljósi yfir nokkurt nýtt fræðisvið, því
er Svíar hafa ekki aflað nýrra sanninda frá örnefnunum.
íslenzk örnefni og málvísindin. — Að vísu verður ekki
gert ráð fyrir jafnmiklum árangri í þágu málvísindanna.
af rannsókn íslenzkra örnefna og sænskra, vegna þess að
þau eru í raun og veru aldrei ein til frásagnar um íslenszkt
mál. Á tímabilinu frá elzta landnámi til þess tíma, er rit-
öld hefst, varð sem sé til mikill kveðskapur, sem geymir
að nokkru málfar síns tíma, þótt hann væri eigi færður í
letur fyrr en síðar; og eru menn því allfróðir um málfar
þessara tíma. En samt sem áður mun mega fá nokkra
vitneskju um orðaforða mælts máls á elztu tímum frá ör-
nefnunum, vitneskju, sem ekki verður fengin frá kveð-
skapnum, þar eð í honum er notaður að verulegu leyti
annar orðaforði en í mæltu máli. Fyrir fram mætti t. d.
ætla, að sum þau orð, sem aðeins eða nálega aðeins koma
fyrir í kveðskap, eftir að ritöld hefst, hafi verið lifandi orð
í mæltu máli á elztu tímum, en verið orðin úrelt, þegar
ritöld hófst. Þessi ætlun mundi og staðfestast, ef nægur
örnefnaforði væri til taks. Til dæmis má minna á örnefni
eins og Undornfell og Þjórsá, sem sýna, að orðin undorn
og þjórr hafa verið við höfð í lifandi máli á þeim tíma,
er þessi örnefni urðu til, en munu torfynd í öðrum bók-
menntum en kveðskap. — Þá má ætla, að fram kæmi ör-
nefni, sem væri upphafleg samnöfn eða mynduð úr sam-
nöfnum, er eigi væri annars staðar að finna. Gæti þá orða-
bækur framtíðarinnar orðið þeim orðunum auðugri og mál-
vísindin einhverju bættari. Skulu nú greind nokkur dæmi: