Skírnir - 01.01.1937, Side 193
Skírnir]
Ura örnefnarannsóknir.
191
Stóri-Kýlingur og Litli-Kýlingur heita lág, bungumynduð
fjöll á Landmannaafrétti. Mun orðið Kýlingur leitt af
stofni orðsins kúla og þýða hinn kúlumyndaði eða því líkt.
Til samanburðar má minna á kvenkynsorðið kýling, sem
notað er á Vestfjörðum í merkingunni: há, kröpp alda.
Bjalli er notað sem nafn á stórum, ávölum hólum í Rang-
árvallasýslu; orðið virðist vera samstofna ltvenkynsorðinu
bjalla. Ekki er mér kunnugt um, að orð þessi sé neins
staðar til sem samnöfn, enda koma þau ekki fyrir í orða-
bókum. Þá má minna á örnefnið Flagtir, sem notað er í
Vestmannaeyjum um flatt heiðaland. Orðið mun vera
myndað af rótinni flag-, sem kemur fram í orðinu flaga
og orðinu flátta (síðara orðið hefur rótinaflah-, semskipt-
ist á við flag- eftir Wernerslögmáli. Örnefni þetta er
tekið upp í orðabók Blöndals sem samnafn (þar ritað með
k). en þó talið vera notað í Vestmannaeyjum; er því vafa-
iaust um örnefniS Flagtir að ræða, sem til sanns vegar
ttiá færa að líta á sem samnafn, því að svo mun það upp-
haflega vera. Loks skal minnzt á bæjarnafnið Bjóla í
Rangárvallasýslu. í orðabók Blöndals er samnafnið bjóla
talið koma fyrir á Svalbarðsströnd og þýða fata. Vafalaust
er Örnefnið og samnafnið sama orðið, og sýnir þá örnefnið,
að orð þetta hefir einhvern tíma verið algengt hér á landi.
— Loks má geta þess, að talsvert af örnefnum mun vera
af útlendum rótum runnið, einkum örnefni frá síðari öld-
Urn í kaupstöðum og þorpum; má til dæmis nefna örnefni
eins og Sorgenfri og Sölyst í Vestmannaeyjum. Gæti verið
ttijög fróðlegt að athuga slík örnefni, svo sem hvenær þau
hafi myndazt og hvaðan þau sé runnin.
íslenzk örnefni og sálarfræðin. — Um sálfræðilegt
gildi íslenzkra örnefna er aftur öðru máli að gegna. Is-
ienzk örnefni eru til frá öllum öldum, og mundi ýmislegt
111 ega af þeim ráða um það, hversu menn hafa brugðizt
yiÖ náttúrunni og umhverfi sínu á ýmsum tímum, ef þau
V£eri flokkuð eftir aldri. Ef örnefnin væri flokkuð eftir
héruðum eða landshlutum, væri og hugsanlegt, að einhver
munur kynni að koma í ljós á viðbragði manna við nátt-