Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 195
Skírnir]
Um örnefnarannsóknir.
193
heimildir um trúarbrögð íslendinga í heiðni. Þó erum vér
Islendingar fátækir af heimildum um helgisiði og ýmsa
framkvæmd trúarbragðanna á íslandi í heiðni, um dýrkun
hinna ýmsu goða o. s. frv. Mun af elztu örnefnum vorum
mega ráða ýmislegt um þessi atriði. Ennfremur eru til ör-
nefni, sem vinna má úr fræðslu um hin svo nefndu lægri
trúarbrögð, þ. e. a. s. trú á álfa, dverga, drauga, tröll og
útilegumenn o. fl. Þykist eg vita, að ef slíkum örnefnum
væri vandlega safnað um allt land og þau tímasett, eftir
því sem unnt væri, mætti nokkuð af þeim ráða um við-
gang hinnar svo nefndu hjátrúar á ýmsum öldum, því
fremur sem fátt er til ritaðra heimilda um það efni.
íslenzk örnefni og landnámssaga íslands. — Gildi ís-
lenzkra örnefna fyrir landnámssögu íslands er að vonum
Htið, því að naumast mun nokkur þjóð jafngömul eiga eins
wiklar og glöggvar heimildir um byggingu lands síns og
fyrstu sögu og vér íslendingar. Þó má benda á, að samin
hefir verið merk ritgerð varðandi landnámssögu landsins,
bar sem aðalheimildirnar eru forn bæjanöfn.1) Sýnir hún,
hver fengur örnefnin eru, þegar vel er á haldið.
íslenzk örnefni og sagan. — Gildi íslenzkra örnefna
fyrir söguna virðist naumast minna en sænskra eða ann-
ara erlendra örnefna. Jafnvel gæti farið svo, að það reynd-
ist meira, því að eigi er ólíklegt, að örnefnin beri þess ein-
hverjar menjar, að þjóðin hefir jafnan unnað sögu og
hverskyns fróðleik.
Eftir leiðarvísun örnefna, sem tengd eru atburðum úr
íslendingasögunum og varðveitzt hafa fram til vorra daga,
hafa fundizt fornminjar, er sannað hafa sannsöguleik Is-
iendingasagnanna. Þó er hitt tíðara, að örnefni hafi mynd-
azt með þeim hætti, að menn hafa staðsett atburði eftir
^eira eða minna skynsamlegum líkum, löngu eftir að þeir
Serðust, og búið þá örnefnin til. — Þá mun og nokkuð vera
til örnefna, sem tengd eru sögulegum atburðum og hafa
varðveitt einstök atriði í sambandi við þá. Eg leyfi mér
1) Ólafur Lárusson: Úr byggðasögu íslands, Vaka III, Reykja-
vík 1929.
13