Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 196
194
Um örnefnarannsóknir.
[Skírnir-
að minna á örnefni eins og Sængurkonusteinn í Vest-
mannaeyjum, því örnefni fylgir sú sögn, að í ringulreið
þeirri, er varð, er Algiermenn gengu á land 1 Vestmanna-
eyjum og rændu, hafi kona alið barn hjá steini þessum..
Á nokkrum stöðum á landi voru eru vatnsból nefnd Gvend-
arbrunnar, t. d. í grennd við Reykjavík og í Aðaldal. Þeim
fylgir sú sögn, að Guðmundur Arason hafi vígt þá. tJr
sögu hans vita menn, að hann vígði vatnsból, þar sem
hann fór um. Mun því erfitt að mæla á móti því, að hann
hafi einmitt vígt þau vatnsból, sem við hann eru kennd.
Atvik þau eða atburðir, sem varðveitast með örnefn-
unum, eru að vísu oft smávægilegir, en þó oft ekki ómerk-
ari en annar fróðleikur, sem hlýða þykir að halda til haga.
íslenzk örnefni og náttúrurannsóknirnar. — Gildi ís-
lenzkra örnefna fyrir náttúrurannsóknir landsins myndi
ef til vill reynast að sumu leyti minna en t. d. sænskra ör-
nefna fyrir náttúrurannsóknir Svíþjóðar, því að dýralíf
er hér heldur fáskrúðugt og hefir tekið litlum breyting-
um. En að sumu leyti aftur á móti gæti íslenzk örnefni
reynzt jafnmikils verð og jafnvel meira verð en sænsk
örnefni, því að ísland hefir tekið miklum og margs konar
yfirborðsbreytingum síðan á landnámsöld, og eru örnefn-
in ein stundum til vitnis um þær. — Af mörgum örnefn-
um má t. d. ráða, að skógargróður hefir verið, þar sem nú
eru hraun og sandar. 1 Landsveit eru víðlend hraunsvæði,
sem nefnast Skógar; þar er og eyðijörð, sem nefnist Mörlc,
án þess að þar sé framar neinar skógarleifar að finna.
Inn frá Gamla-Klofa í Landsveit er sandur, sem nefnist
Klofavöllur, nafnið ber með sér, að þar hefir fyrr á tím-
um verið grasvöllur. Mýrlent, grösugt svæði meðfram veg-
inum um Landsveit heitir Botnasandur, kenndur við bæ-
inn Lækjarbotna. Ber nafnið með sér, að þar hefir ein-
hvern tíma verið sandur, enda er hálfuppgróið hraun ekki
langt frá, og bendir það í sömu átt og örnefnið. — Eins
og þegar er sagt, verður minna ráðið af örnefnunum um
breytingar á dýralífi í landinu, því að það er að mestu
leyti hið sama og um landnámstíð. Hins vegar má ráða