Skírnir - 01.01.1937, Síða 197
Skírnir]
Um örnefnarannsóknir.
195
af örnefnum, að dýr hafa hafzt við á stöðum, þar sem þau
sjást eigi framar. Af örnefnum eins og Grenhólar og
Grensháls, sem eru bæði í Landsveit, sést, að refurinn
hefir gert sig heimakominn á slóðum, þar sem hann fer
ekki framar einu sinni um, hvað þá að hann gjóti þar.
íslenzk örnefni og héraðasagan. — Gildi íslenzkra ör-
nefna fyrir héraðasöguna fer auðvitað fyrst og fremst
eftir gildi þeirra fyrir önnur fræðisvið, því að héraða-
sagan á auðvitað að grípa yfir náttúru, menningu og mál-
far héraðanna, sem hún fjallar um. — Að órannsökuðu
máli verður eigi úr því skorið, hvort unnt yrði að ráða af
örnefnum einstakra héraða nokkur veruleg sérkenni á
niálfari eða sálarlífi héraðsbúa. En hitt er ég fullviss um,
að ýmislegt má af þeim ráða um náttúruástand hérað-
anna og jafnvel eitthvað um dýralíf þeirra. Auðvitað er
°g, að þau hafa að sínu leyti sama sögulegt gildi fyrir hér-
uðin og þau hafa fyrir landið í heild. í flestum héruðum
Sanga sagnir um merka menn, sem þar hafa átt heima,
°g merka atburði, sem þar hafa gerzt. Stundum hafa slík-
ar sagnir varðveitzt aðeins vegna þess, að örnefni, sem
þær eru tengdar við, hafa forðað þeim frá gleymsku. Af
slíkum sögnum er margt til, en því miður brestur oft gögn
að meta gildi þeirra. Þannig er t. d. um þá sögn, sem
fylgir Skeljastöðum, eyðijörð í Þjórsárdal, að Hjalti
Skeggjason hafi búið þar (sbr. Kr. Kálund: Topogr. Be-
ski’- af Isl. I, 201—202). Öðru máli er að gegna um sögn
þá, sem fylgir örnefninu Hvalurð í Skagafjarðarsýslu.
■^ar stendur aftur svo á, að tekizt hefir að draga fram
^ögn, sem sanna sannleiksgildi hennar (sbr. Margeir Jóns-
son: ritgerð í Skírni 1936). — Loks skal tekið fram, að
uaumast gæti það talizt fjarstæða, þótt mönnum dytti í
þug, að ráða mætti af örnefnum einhvern mun vættatrúar
°g annarar hjátrúar í hinum ýmsu héruðum og lands-
hlutum.
íslenzk örnefni og aðrar fræðigreinir. — Engum
mun hent að segja fyrir allt það, sem örnefnin myndi
leiða í ljós, ef vel væri á haldið. Eg vil aðeins ympra á
13*