Skírnir - 01.01.1937, Side 198
196
Um örnefnarannsóknir.
[ Skírnir
þeim grun, að af þeim mætti afla einhverrar vitneskju um
atvinnuhætti og störf manna á ýmsum fyrri öldum, t. d.
hvaðan útræði hafi verið stundað o. s. frv. Hitt þykir mér
aftur ósennilegt, að nokkuð verulega markvert yrði af
þeim ráðið um mannanöfn, þótt Svíar geri sér vonir um
árangur á því sviði; í því efni stendur svo ólíkt á með
íslendingum og Svíum.
IV.
Niðurlag.
Það er auðvitað mjög æskilegt, að hraðað yrði sem
mest söfnun örnefna á íslandi, því að árlega týnast hrundr-
uð og jafnvel þúsundir þeirra. Fornleifafélagið, sem hef-
ir nú forgöngu um þetta efni, hefir þegar unnið nokkurt
starf, þrátt fyrir ónógan fékost. En ég ætla að leyfa mér
að gera örlitlar athugasemdir við vinnuaðferðir félags-
ins. Það er ekki aðeins æskilegt, heldur hreint og beint
nauðsynlegt, að þeir, sem vinna að örnefnasöfnun fyrir
félagið, hljóðriti hvert nafn, eftir því sem þeir heyra það
af vörum alþýðumanna á hverjum stað, jafnframt því sem
þeir skrá það með almennum bókstöfum. Með þeirri ráð-
stöfun er fengin nokkur trygging gegn því, að upp sé
teknar lærðar, aflagaðar myndir nafnanna, og ennfrem-
ur yrði þá fyrst unnt að nota örnefnin við athuganir á
mállýzkumun og framburðarmun í hinum ýmsu héruðum
landsins. Einnig held ég, að of dýrt sé, og jafnvel ekki
nauðsynlegt, að birta á prenti örnefni þau, sem safnað
er, sízt í þeirri mynd, sem nú er viðhöfð, þ. e. a. s. sem
hálfgerða staðháttalýsingu, því að slíkt er mjög rúmfrekt.
í stað þess, held ég, að ætti að skrá örnefnin hvert um
sig á tvo þykka miða eða spjöld ásamt öllum æskilegum
upplýsingum um hvern stað. Síðan ætti að raða miðunum
annars vegar eftir landfræðilegri legu örnefnanna, eftir
sýslum, hreppum, bæjum o. s. frv., og hins vegar eftir
stafrófsröð. Með þessu lagi yrði söfnin aðgengileg fræði-
mönnum, sem kynni að vilja nota þau og vinna úr þeim-
— Hitt er annað mál, að birting örnefnanna í þeirri mynd,