Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 199
Skírnir]
Um örnefnarannsóknir.
197
sem nú er viðhöfð, getur stuðlað að því að halda örnefn-
unum við eða jafnvel vekja þau upp á ný, ef þau eru
gleymd eða í þann veginn að gleymast meðal fólks á þeim
slóðum, sem þau eru frá.
Ýmsum lesöndum þessarar greinar kann að leika for-
vitni á, hve mikið að vöxtum þetta safn yrði, þegar söfn-
un um land allt væri lokið. Því verður ekki svarað til
neinnar hlítar að svo stöddu, og jafnvel naumast nærri
sanni. Árið 1932 voru byggð býli 5739, árið 1922 6146
og árið 1910 6687.1) Gera má ráð fyrir, að örnefni á þeim
jörðum, sem lagzt höfðu í eyði fyrir 1910, sé að allmiklu
leyti gleymd, og mun því óþarft í lauslegri áætlun að telja
þær með. Ef miðað er við býlafjöldann 1910, verður að
lækka hann nokkuð vegna tvíbýlis eða fleirbýlis á sumum
jörðum. Mun þá ekki fjarri lagi, að fjöldi þeirra jarða,
þar sem örnefni hafa haldizt með eðlilegum hætti, sé ná-
lægt 6000. Ekki mun of í lagt, að örnefni á hverri jörð sé
40—50; yrði örnefni á jörðum þá alls 240000—300000
að tölu. Við þá tölu mundi bætast allmikill fjöldi annara
örnefna, svo sem nafna í afréttum og óbyggðum, nafna á
eyjum, skerjum og miðum með ströndum fram og húsum
°g götum í þorpum og bæjum o. s. frv. Myndi því örnefni
alls ekki verða færri en 300000—400000 talsins. Ef
spjaldskráin yfir örnefnin væri höfð tvöföld, eins og gert
var ráð fyrir, mundi hún telja 600000—800000 miða.
Þessar tölur munu sjálfsagt vaxa mörgum í augum, enda
óneitanlegt, að allmikið fé mundi kosta að safna öllum
Þessum örnefnum og gera spjaldskrá yfir og nokkurt hús-
rúm mundi þurfa fyrir hana. En naumast mundi til þess
koma, að ekki fengizt nokkurt fé árlega, ef t. d. háskól-
inn eða ríkisstjórnin beitti sér fyrir málinu eða léði því öfl-
ugt fylgi. Rétt þykir að benda á, að smá væri þau framlög,
sem til þessa þyrfti á ári hverju, móts við það fé, bæði al-
mennings og einstaklinga, sem varið er árlega til bóka-
°g blaðaútgáfu, til ýmis konar fræðistarfsemi, lista og
1) Alþingistíðindi (A-deild) 1935, bls. 336.