Skírnir - 01.01.1937, Síða 200
198
Um örnefnarannsóknir.
[ Skírnir
vísinda o. s. frv.; og mun þó ekki orka tvímælis, að ör-
nefnasöfnunin er eins nauðsynleg og sjálfsögð og þetta,
en þó sérstaklega meira aðkallandi en önnur þjóðleg
menningarstarfsemi, vegna þess að örnefnin falla frem-
ur í gleymsku en flest önnur þjóðleg verðmæti.
Það liggur í augum uppi, að örnefnasöfnun er lítt fram-
kvæmanleg, nema því aðeins að safnandinn sé svo búinn
fé, að hann geti greitt fyrir beina og fylgd um söfnunar-
svæðið. Eg hefi sjálfur fengizt ofurlítið við örnefnasöfn-
un fyrir fornleifafélagið, og á söfnunarferðum mínum
varð mér mörg stundin til lítils, af því að ég gat ekki boð-
ið greiðslu fyrir leiðbeiningar. Samt átti eg óvenjulegri
hjálpsemi og gestrisni að fagna, af því að ég er ættaður
úr og kunnugur í héraðinu. En, bændur þykjast að vonum
hafa öðru að sinna en fara með örnefnasafnöndum um
hagana án endurgjalds, einkum þegar þeir eru önnum
kafnir við heyskapinn og þurrt heyið bíður á teignum.
Eg hygg, að unnt mundi að fá hæfa menn til söfnun-
ar, ef þeim væri fengið nægilegt fé fyrir ferðakostnað,
fæði, leiðbeiningar — og hesta, þar sem vegalengdir eru
miklar — þótt þeir fengi lítið eða ekkert kaup fyrir vinnu
sína. Ætla má, að á næstu árum verði allmargir kandídat-
ar ekki hlaðnari störfum en svo, að þeir myndi fást í slíka
leiðangra fyrir þau kjör, sem nú voru nefnd. En áður en
hafizt yrði handa á þessum grundvelli, þyrfti að áætla
nákvæmlega, hvernig störfum skyldi hagað, og koma föstu
skipulagi á starfið í stóru og smáu. Ef vel ætti að vera,
þyrfti maður héðan að heiman að njóta kennslu í Svíþjóð
í söfnun og rannsókn örnefna, og ætti sá maður síðan að
hafa á hendi forustu örnefnarannsóknanna. Hygg eg eitt
ár mundu nægja — sumarið til söfnunar úti á víðavangi
undir handleiðslu vanra manna og veturinn til náms á
vísindalegri rannsókn örnefna undir handleiðslu prófess-
orsins í þeirri fræðigrein. Ef til þessa veldist nýtur mað-
ur, væri þess að vænta, að koma mætti söfnun og rann-
sókn íslenzkra örnefna í sæmilegt horf.