Skírnir - 01.01.1937, Page 201
Ritfregnir.
Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins. Samið hefur Páll
Eg'gert Ólafsson. I—III. Reykjavík 1918—37. Prentsmiðjan Guten-
berg'. (I. bindi 1918—25, 631 bls.; II. bindi, 1927—32, 845 bls.;
III. bindi, 1935—37, XI+579 bls.).
„Mikinn öldung höfum vér nú at velli lagit“, sagði Gizur hvíti
forðum. Þessi orð komu mér fyrst í hug, er mér barst í hendur
lokahefti hinnar miklu handritaskrár dr. Páls Eggerts Ólasonar.
I því hefti eru lyklarnir að skránni, og er það sá hluti verksins,
■sem kostað hefur höfundinn langsamlega mesta vinnu og fyrir-
böfn, en jafnframt lika sá, sem notöndum er miklu nauðsynlegast-
ur og kærkomnastur. Jafnvel þeir, sem hvorttveggja þekkja, lær-
dóm höfundar og dugnað, gátu naumast gert sér vonir um, að hon-
um tækist að smíða lyklana á svo skömmum tíma, sem raun er á
<mðin. En maðurinn er bæði hagur og mikilvirkur og sótti fast
smiðjuverkið, eins og Skalla-Grímur og Þorsteinn Kuggason. Því
þefur honum nú tekizt að leysa af hendi ótrúlega mikið og vanda-
samt verk á ótrúlega skömmum tíma.
Handritasafn Landsbókasafnsins má nú teljast fullra 90 ára
gamalt. Fyrsti stofn þess eru handritasöfn þeirra biskupanna
Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónssonar, er keypt voru árið
1846. Síðan hafa bætzt við söfn ýmissa manna og einstök handrit
Jafnt og þétt. Stærstu viðbæturnar eru söfn Jóns Sigurðssonar og
bins íslenzka bókmenntafélags, di*. Jóns Þorkelssonar (yngra),
Gísla Konráðssonar, Sighvats Borgfirðings, Jóns Péturssonar há-
yfirdómara, síra Friðriks Eggerz, síra Eggerts Ó. Briems o. fl.
Eru handritin flestöll frá 17., 18. og 19. öld, en örfátt er þar skinn-
hóka. Þeim var illu heilli sópað út úr landinu á 17. öld og fyrra
hluta hinnar 18., svo sem alkunnugt er. í Landsbókasafninu eru
nu alls 8600 handritanúmer samkvæmt hinni nýju skrá.
Það var árið 1913 sem dr. Páll hóf skrásetningu handrita
Landsbókasafnsins, en honum var um leið falin skrásetning prent-
aðra bóka safnsins, og framan af fór mest af vinnu hans í það
verk. Fyrsta hefti handritaskrárinnar kom út árið 1918, annað
hefti árið 1921. En í ársbyrjun það ár tók dr. Páll að sér prófess-