Skírnir - 01.01.1937, Side 202
200
Ritfregnir.
[Skírnii'
orsembætti í sögu við Háskólann, og gat hann þá betur snúizt við
handritaskránni en áður, enda hefur hún siðan lcomið út eftir því,.
sem fé hefur verið fyrir hendi. Er skráin öll að lyklum með töld-
um 2055 bls. í 4 blaða broti, og má af því marka, að hér er ekki um
neina smásmiði að ræða.
Um fyrirkomulag skrárinnar fer bezt á því að færa hér til orð
höfundar sjálfs (form. bls. ix—x): „Skrá þessi er í því sniði, sem
fyrst var tekið upp í skrá um handrit safnsins í Wolfenbuttel á
Þýzkalandi, en síðar víða um lönd.-------Fremst er töluröð allra
bindanna (1—8600), og er hún sett vegna lyklanna aftan við.-------
Þá kemur mæling handritsins, síðan blaða- eða blaðsíðutal, og þá
eftir því, sem handritið segir, ef þar er nokkuð; því næst er um
rithendr og aldr, eftir því sem auðið er. í næstu málsgrein tekr
við efni handritsins, og eru þá vitanlega, eftir því sem unnt er,
teknar upp fyrirsagnir þaðan, enda er þá sá þáttr á ábyrgð sjálfs
handritsins, sem vera ber, þótt fyrir komi, að ekki sé rétt hermt
í handritinu sjálfu. — — Með fyrirsögninni „Ferill“ er lýsing,
eins stuttlega og verða má, af sögu handritsins. Til sparnaðar er
þar víðast getið í einu lagi urn það, hvaðan handritin séu komin,
ef mörg eru úr einum stað, og þá jafnan við hið fremsta í röð-
inni.------Loks er með fyrirsögninni „Not“ nokkur bending um,
hvar handritið hafi verið notað á prenti, og getr það verið könn-
uðum nokkur styrkr til leiðbeiningar um, hvernig notað hafi
verið“.
Lyklarnir að skránni taka yfir 220 bls. tvídálkaðar og þétt-
prentaðar, með smáu letri. Er sparlega með rúm farið, án þess þó-
að not torveldist við á nokkurn hátt. Lyklarnir eru tveir, annars-
vegar efnisskrá, hins vegar nafnaskrá. Framan við er leiðbeining
um notkun lyklanna og skrá um höfuðflokka efnisskrárinnar. Eru
flokkarnir alls 23, og er öllu efni handritanna skipað þar niður,
hverju á sínum stað í stafrófsröð, tilgreind nöfn rita, kvæða, rímna,
sagna, söguhetja o. s. frv. með tilvísun á töluröð handritsins í
skránni. Seinni lykillinn er nafnaskráin, þar, sem greindir eru höf-
undar og aðrir, sem efni standa til, með tilvísunum á töluröð hand-
ritanna á sama hátt sem í efnisskránni. Með því að nota báða lykl-
ana saman, má finna öll þau rit og alla þá höfunda, sem greindir
eru í handritaskránni og hvað hverjum er eignað af ritum.
Hingað til hefur öllum þorra manna, og eru þar fræðimenn
og jafnvel bókaverðir safnsins ekki undan skildir, verið það harla
óljóst, hvað til væri í handritasafni Landsbókasafnsins, og er það
að vonum. Nú hafa hér verið bætur á ráðnar. Nú.þarf ekki annað
en grípa til lyklanna og opna skrána til þess að finna ákveðið rit-
eða ákveðinn höfund í safninu. Þarf því ekki að lýsa, hvílíkt hag-
ræði slíkt er í samanburði við það, sem áður var. Efast ég ekki um,