Skírnir - 01.01.1937, Side 203
Skírnir]
Ritfregnir.
201
að útkoma skrárinnar muni marka tímamót í ástundun íslenzkra
fræða seinni alda hér á landi.
Alþingi á lof skilið fyrir þann skilning, sem það hefur sýnt
á þessu nauðsynlega verki, með því að veita nægilegan styrk til
þess, að það gæti komið út, og það með þeim myndarbrag um papp-
ír og allan frágang, sem raun er á. En höfundurinn hefur með verki
þessu unnið eitt afrekið enn í þágu íslenzkra fræða, sem seint verð-
ur of metið. Guðni Jónsson.
Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttr
Ofeigssonar. Guðni Jónsson gaf út. íslenzk fornrit. VII. bindi. Hið
íslenzka fornritafélag. Reykjavík 1936. civ & 408 bls., 6 myndablöð
og 2 uppdrættir.
Þetta er 4. bindið, sem út kemur af hinni nýju fornritaútgáfu.
Guðni Jónsson mag. art. hefir séð um útgáfuna og í öllu fylgt sömu
meginreglum, sem hafðar voru við útgáfu hinna bindanna þriggja.
Grettis saga er ein hin ágætasta og vinsælasta af Islendinga
sögum og hefir mjög dregið að sér athygli fræðimanna; hefir margt
Verið um hana ritað og talsverður ágreiningur komið upp meðal
vísindamanna um ýmis atriði viðvikjandi samsetningu sögunnar.
Þessi vafaatriði tekur útgefandi til meðferðar i formálanum og
reynir að greiða úr beim.
I 1. kaflanum ræðir hann um, hvort Grettis saga sé til vor
komin í þeim búningi, sem hún fékk í öndverðu, þegar hún var fyrst
færð í letur. Sagan er að efni til mjög sundurleit, ýkjukenndu þjóð-
sagnaefni og ævintýrum skotið á víð og dreif inn í frásögnina, sem
annars hefir á sér sannsögulegan blæ. Þetta vildi Guðbrandur Vig-
fússon skýra á þann hátt, að sagan sé að stofni til með elztu Islend-
mga sögum og hafi þá verið sannsöguleg og ýkjulaus frásögn af
ævi Grettis, en síðan hafi hún verið aukin goðsögulegu efni og æv-
intýrum, að nokkuru leyti af Sturlu lögmanni, en síðast hafi verið
gengið frá sögunni laust eftir 1300 í þeirri mynd, sem vér höfum
hana nú. Hollendingurinn R. C. Boer, sem hefir gefið út visinda-
lega útgáfu af Grettis sögu, er líkrar skoðunar, en telur frumsög-
una ekki eldri en frá miðri 13. öld. Ekki kemur þessum vísindamönn-
um þó saman um, hvað séu viðaukar í frumsöguna. Þeir eru sammála
um 3 kafla, en auk þess telur hvor um sig 5 viðaukakafla, sem hinn
ætlar upphaflega í sögunni. Þetta er strax grunsamlegt og gefur
bendingu um, hve mjög slíkt mat er reist á tilfinningum rannsókn-
armannsins. Þessi sundurliðun sögunnar hefir lika fengið lítinn byr
uieðal fræðimanna. Útgefandi telur hiklaust, að sagan sé ein heild
°g verk sama höfundar frá upphafi til enda, einnig lokakaflinn um
Þorstein drómund og Spes húsfrú, og virðist hann leiða að því
SÓS rök.