Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 204
202
Ritfregnir.
[Skirnir
Þá er kafli um ritaðar heimildir Grettis sögu. Sýnir útgefandi
m. a. fram á, að upphafið, þátturinn um Önund tréfót, muni ekki
styðjast við forn munnmæli, heldur sé hann saminn eftir frásögn-
um Landnámu um Önund og nokkra aðra landnámsmenn, sem sag-
an telur félaga hans og fóstbræður.
Næsti kafli er um vísur og kvæði í sögunni. Það er vafalaust,
að fjöldi vísna, sem sagan eignar Gretti og öðrum sögupersónum,
geta ekki verið ortar á þeim tíma, sem sagan gerist á, heldur hljóta
að vera miklu yngri. Þetta er ljóst af málinu á vísunum. Það eru
nálega í hverri vísu orðmyndir, sem ekki geta verið eldri en frá 13.
öld, en kveðandi myndi raskast, ef hinar eldri orðmyndir væru sett-
ar í staðinn. Útgefandi vinsar úr þær vísur, sem telja verður fals-
aðar, og er það allur þorrinn, en eftir verða 11 vísur, sem gætu
verið frá því um árið 1000 og ekki eru grunsamlegar að öðru ieyti.
Af þeim eru 2 vísur eignaðar Gretti í Landnámu og vísuhelmingur
í Snorra Eddu.
Þá er kafli um munnlegar heimildir og þjóðsagnir, þar næst
um tímatal og loks um aldur sögunnar, höfund og heimkynni. Grett-
is saga hefir almennt verið talin rituð í upphafi 14. aldar, og sú er
skoðun útgefanda. Söguna telur útgefandi ritaða í Húnavatnsþingi,
og gizkar hann á, að Hafliði prestur Steinsson að Breiðabólsstað í
Yesturhópi sé höfundur hennar. Sr. Hafliði var fæddur árið 1253
og andaðist 1319. Hann nam prestleg fræði á Þingeyrum og var þar
síðar ráðsmaður og loks próventumaður. Hann var og um hríð
ráðsmaður Hólastóls og enn hirðprestur Eiriks Noregskonungs
Magnússonar. Sonur hans, Einar prestur Hafliðason, var merkur
sagnaritari og hefir ritað Lögmannsannál og sögu Laurentiusar
biskups. Vist mun um það, að sr. Hafliði hefði vel getað ritað Grett-
is sögu fyrir lærdóms sakir og vitsmuna, og mætti segja, að hann
væri einna líklegastur til þess að hafa gert það, þeirra manna, er
vér vitum deili á frá þeim tíma, ef höfundar Grettis sögu er að
leita meðal þeirra. En vel getur verið, að nafn höfundarins sé
hvergi nefnt í ritum, og þarf enginn að furða sig á því, þó að sagna-
ritari komi hvergi við sögur. Það verða tæplega talin rök, þó að út-
gefandi segi, að það sé „ólíklegt, að slíkur maður (sem höfundur
Grettis sögu) væri hvergi nefndur í samtíma heimildum". Vér vit-
um svo lítið um munkana í Þingeyraklaustri um þetta leyti, að vel
hefðu getað verið þar sagnaritarar fleiri en einn, þó að hvergi séu
nefndir. Vér verðum víst því miður að láta oss lynda, að höfundur
Grettis sögu sé nafnlaus, þó að vel megi vera, að hún sé réttilega
eignuð sr. Hafliða. En það verður aldrei nema getgáta, nema sterk-
ari rök komi til en þau, sem útgefandi hefir tínt til.
Þá eru í þessu bindi Bandamanna saga og Odds þáttur Ófeigs-
sonar, en Oddur er aðalsöguhetjan í Bandamanna sögu. Banda-