Skírnir - 01.01.1937, Síða 205
Skírnir]
Ritfregnir.
203
manna saga er að því leyti einstæð meðal íslendinga sagna, að hún
gerist eftir söguöld, svo sem mannsaldri eftir að þeim sögum lýk-
ur, sem ná til loka sögualdar, eða um miðja 11. öld. Prásögninni
um samtök höfðingja til þess að sölsa undir sig auðæfi Odds Ofeigs-
sonar og um bragðvísi Ófeigs karls svipar' mjög til Ölkofra þáttar.
Flestir fræðimenn telja þáttinn yngri og saminn eftir sögunni, en
útgefandi ætlar þáttinn upphaflegri, og hafi höfundur Banda-
manna sögu notað efni hans, og sumstaðar jafnvel orðalag, við
samningu sögunnar. Þessi var skoðun Árna Magnússonar, og styð-
ur útgefandi hana með ýmsum rökum.
Bandamanna saga er til í 2 handritum, Möðruvallabók (M)
og Konungsbók (Gl. kgl. Saml. 2845, 4to, K), og eru textarnir all-
ólíkir, texti M um fimmtungi lengri og margorðari, en hefir lítið
söguefni umfram K. Menn hefir greint á um það, hvor textinn sé
þetri og frumlegri, og hafa fleiri tekið K fram yfir, og svo gerir
útgefandi, prentar þann texta ofanmáls, en texta M neðanmáls.
Andreas Heusler, sem mjög hefir fengizt við rannsóknir á Islend-
inga sögum, telur hvorntveggja textann skráðan eftir munnlegri
frásögn, og virðist sú kenning í fljótu bragði gera góða grein fyr-
ir mismun textanna. En hér er komið að einu helzta deilumáli um
Islendinga sögur, hvort þær hafi gengið 1 munnmælum áður en
þær voru skráðar, í.svipaðri mynd, sem vér höfum þær nú, eða hvort
þær séu, hver um sig, verk eins höfundar, sem hafi steypt þær úr
brotasilfri gamalla og oft fáskrúðugra arfsagna, en efni að auki
dregið úr eldri sögum og þáttum, sem höfundurinn hafi þekkt eða
haft skráðar fyrir framan sig, þegar hann samdi söguna. Útgef-
andi leiðir að því góð rök, að frásögn Bandamanna sögu styðjist nð
allverulegu leyti við eldri ritaðar sögur, og ef svo er, þá er auð-
sætt, að hinar mismunandi gerðir verða ekki skýrðar á þann hátt,
sem Heusler gerir. Útgefandi bendir á ýmsa staði, þar sem textinn
or svo líkur, að vart er gerandi ráð fyrir öðru en að bæði handrit-
in séu komin frá sameiginlegum rituðum frumtexta. Það virðist og
vera svo, að búast hefði mátt við meiri mismun á textunum, ef
hvortveggi væri ritaður eftir munnlegri frásögn. Hins vegar eru
textarnir það ólíkir, að langt fer fram úr venjulegum orðamun
handrita. „Þeim ber ekki ætíð saman um nöfn og ættir eða önnur
úkveðin atriði; viðburðaröðin er mismunandi á stöku stað, frásögn
þeirra stundum misýtarleg, og bæði hafa þau nokkurt sérefni, sem
ekki er í hinu“, segir útgefandi. Það væri freistandi að gera sér
grein fyrir mismun textanna á þann hátt, að annað handritið væri
ekki eftirrit af sögunni, heldur endursögn eftir minni, gerð af
uianni, sem hafi verið nákunnugur sögunni, kunnað hana utanbók-
ur, ef til vill sagt hana mörgum sinnum, en ekki haft hana við
höndina, þegar hann ritaði handrit sitt. En þegar textarnir eru