Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 206
204
Ritfregnir.
[Skírnir
bornir saman frá þessu sjónarmiði, virðast þeir of likir til þess, að
annar þeirra geti verið þannig til kominn. Víða eru langar setning-
ar eins, nálega orði til orðs, og sömu innskot og athugasemdir ná-
kvæmlega á sama stað. Það verður því víst að sætta sig við þá
skoðun, að ritari annarshvors handritsins (eða frumrits þess) víki
á mjög óvenjulegan hátt frá sameiginlegu frumriti beggja. En
mjög virðist ósennilegt, að bæði handritin hafi fjarlægzt frumrit-
ið, líklegra, að annað þeirra varðveiti texta þess réttan í öllu veru-
legu. Því verður að telja það mjög vafasama aðferð, þegar útgef-
andi segir, að „þar sem K og M eru í mótsögn um nöfn eða írá-
sögn, verður venjulega að meta það í hverju einstöku atriði, hvor
textinn sé réttari“. Textinn í K er styttri og gagnorðari og að því
leyti fornlegri. En því er ekki að leyna, að viða eru sýnilegar af-
bakanir í þeim texta, þar sem M er réttari: Á bls. 295 mikla tillögu
(K) mislestur fyrir minnka tillög (M), bls. 296 kaupir hann í skipi
(K) vafalaust réttara en kaupir hann sér skreið (K), bls. 298 at
hann hafi eigi átt minna fé en þrír þeir, er auðgastir váru (M)
virðist betri texti en eigi minna fé en þær kirkjur, er auðgastar
váru hér á landi (K). Ennfremur bls. 305 Þórarinn Langdælagoði
(M) réttara en Laxdælagoði (K) og ættfærslan, sem þar er, bls.
306 umboð (K) afbökun úr upp bú (M), UO (bls. 309) og 13 (bls.
351) í M er sennilegri tala en 60 og 30 á sömu stöðum í K. Á bls.
312: er eigi margra brögð (M) er betra en mikit er orðit bragðit
(K), sömuleiðis á bls. 311 liætt við orði (M) og helzt við orði (K)
og á bls. 334 geisan (M) bersýnilega réttara en gemsi (K). Þetta
virðist benda á, að skoðun Eiríks Magnússonar hafi við rök að
styðjast, að frumtextinn sé betur varðveittur í M. Og þar sem M
er meira en heilli öld eldra en K, mætti frekar búast við þvi, að
frumtextinn væri minna brenglaður þar.
Um útgáfuna í heild verður að segja það, að hún er prýðilega
af hendi leyst, formálinn rökvíslega ritaður, skýringar góðar og við
hóf langar.
Oft hefir verið að því fundið, að fornritaútgáfan nýja væri
svo dýr, að almenningi væri ofvaxið að kaupa hana. Þetta kann
satt að vera, og er mjög leitt. En þá er á hitt að líta, hve vel er
vandað til útgáfunnar og hvílik vinna liggur í þeim rannsóknum,
sem gera þarf, áður en frá henni verði gengið. Sú vinna kostar ::é-
Jagið talsvert fé, og þó er langt frá því að þeir, sem að útgáfunni
vinna, beri meira úr býtum, nema minna sé, en greitt er fyrir önn-
ur störf, sem litla kunnáttu þarf til. En á því er enginn samjöfn-
uður, hve miklu meiri not lesendur hafa af þessari útgáfu, ritgerð-
um hennar um sögurnar, skýringum, myndum og uppdráttum, held-
ur en af því að lesa sögurnar án allra leiðbeininga og skýringa.
Pétur Sigurðsson.