Skírnir - 01.01.1937, Page 207
Skírnir]
Ritfregnir.
205
Lögbók íslendinga. Jónsbók. 1578. Facsimile edition with an
introduction in English and Icelandic by Ólafur Lárusson. Monu-
nienta typographica Islandica. Vol. III. Copenhagen 1934.
Þetta er 3. bindið af hinni ljósprentuðu útgáfu af elztu
prentuðum bókum íslenzkum, sem dr. Ejnar Munksgaard kostar.
Aður var komið Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, prentað í.
Hróarskeldu 1539, og Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar, prentuð
á Breiðabólsstað í Vesturhópi 1562, en síðan hefir komið út 4. bind-
ið, Passio eftir Antonius Corvinus, prentuð á Breiðabólsstað 1559.
Titill lögbókarinnar er þannig: Lögbók fslendinga, hverja
saman hefir sett Magnús Noregs kongr, lofligrar minningar, :io
sem hans bréf og formáli vottar. Yfirlesin eftir þeim riettustu og
ellstu lögbókum, sem til hafa feingizt. Og prentuð eptir bón og
forlagi heiðarligs manns Jóns Jónssonar lögmanns 1578.
Jón lögmaður var stórættaður maður, sonur Jóns Magnús-
sonar á Svalbarði, en bróðir Magnúsar prúða og Staðarhóls-Páls.
Hann var mjög fyrir leikmönnum um sína daga og lagamaður :nik-
ill. Fram að þessu höfðu menn orðið að hlíta við skrifaðar iög-
bækur, og þar sem allir valdsmenn og margir aðrir þurftu á því að
halda, að hafa gildandi landslög sér við hönd, var mikil eftirspurn
eftir lögbókinni, og virðist svo sem menn hafi gert sér atvinnu af
því, að rita hana upp. Er enn til mesti fjöldi handrita af Jónsbók,
eg allmisjafn að gæðum, þvi að jafnan er hætt við, að villur slæð-
ist inn í uppskriftir. Jóni lögmanni hefir verið ljóst, að mikil nauð-
syn var á því, að menn ættu greiðan aðgang að því að ná í iög-
bókina,. og þá ekki síður á hinu, að allir dómendur hefðu i;ama
textann til þess að dæma eftir. Hann fékk því Guðbrand biskup
til þess að prenta fyrir sig lögbókina, því að þá var enn gott með
þeim, þó að siðar yrði fullur fjandskapur, valdi handrit til prent-
unarinnar og kostaði útgáfuna.
Próf. Ólafur Lárusson hefir ritað formála fyrir þessari Ijós-
prentuðu útgáfu. Hann gerir þar meðal annars grein fyrir hinum
íyrstu prentuðu útgáfum Jónsbókar og sýnir fram á, að frásögn
Finns biskups og annara um útgáfu á Hólum 1576 og Núpufeili
1578 sé reist á misskilningi. Lögbókin var aftur prentuð á Hólum
1580, og gerir útgefandi grein fyrir, hvers vegna önnur útgáfa
kom strax á hælar hinni fyrstu. En sú útgáfa er með þeim hætti,
nð upplag fyrstu útgáfunnar, sem þá hefir verið að mestu óseid,
var notað með þeim einum breytingum, að 3 blöð voru prentuð
uPPj og í stað 2 öftustu blaðanna voru prentuð 4 ný blöð. Til er
og frá lokum 16. aldar enn ein útgáfa af Jónsbók, en útilblað
vantar á öll eintökin, sem nú eru til (nema eitt, en það íitilblað
vita menn að er prentað á 18. öld). Þá útgáfu telur útgefandi
prentaða í Núpufelli, sennilega á árunum 1589—91, og sýnir þetta,