Skírnir - 01.01.1937, Síða 209
Skírnir]
Ritfregnir.
20T
höfn, en annað kom nýlega í leitirnar suður í Þýzkalandi, og hefir
landsbókasafninu heppnast að ná í það.
P. S.
StaSarhólsbók. The ancient lawbooks Grágás and .Tárnsíða.
---------With an introduction by Ólafur Lárusson. Corpus codi-
cum islandicorum medii aevi. Vol. IX. Copenhagen 1936.
Staðarhólsbók, handritið nr. 334 fol. í Árnasafni er annað
merkasta handrit af hinum fornu lögum þjóðveidisins og merkasta
handrit af lögbókinni Járnsíðu, sem gilti hér á landi um 10 ára
skeið. Handritið er 108 blöð í arkarbroti, og nær Grágás aftur á
framhlið 92. blaðs, en hinum megin á því blaði hefst .Tárnsíða, og'
lýkur henni á framhlið 108. blaðs. Handritið er tvidálkað, með
37 línum á blaðsíðu, fallega skrifað, með skrautlegum upphafs-
stöfum og mjög vel varðveitt.
Próf. Ólafur Lárusson hefir ritað formála fyrir þessari Ijós—
prentuðu útgáfu og gerir þar grein fyrir handritinu, en Vilhjálm-
ur Finsen hæstaréttardómari hefir annars rannsakað handritið
manna bezt. Sumir fræðimenn hafa talið handritið vera frá fyrra.
hluta 14. aldar og byggja það á því, að í kristnirétti hinum l'orna
í Grágásartexta handritsins er Magnúsar messa Eyjajarls ralin
meðal helgidaga, en hún var ekki tekin í lög fyr en árið 1326. Hins
vegar telja þeir menn, sem mest skyn bera á þá hluti og mest hafa
fengizt við forn handrit íslenzk (Jón Sigurðsson, Konráð Gísla-
son, Vilhjálmur Finsen, Kaalund o. fl.), að handritið sé frá 13..
öld, og verði því að telja svo, að Magnúsaú messa hafi verið kom-
in í hefð löngu áður en hún var formlega lögtekin að tölu annála..
Ráða þeir þetta af öllu útliti handritsins og skriftarlagi með r.am-
anburði við önnur handrit frá þessum tíma. Ennfremur telja þeir
ólíklegt, að menn hefðu farið að gera svo vandað handrit af þess-
um 2 lögbókum, eftir að þær voru gengnar úr gildi fyrir iöngu.
Hins vegar er í texta Grágásar ákvæði um rétt íslenzkra manna um.
erfðir í Noregi, sem kemur heim við sáttmála íslendinga við Hákon
gamla Noregskonung, og mun sá hluti handritsins því ekki ritaður
fyr en 1262—64, en ekki síðar en um 1270, eða áður en hin :.'ornu
lög gengu úr gildi við það, að Járnsíða var lögtekin. En Járnsíða
mun rituð eftir 1273, þegar hún var gengin í gildi til fulls, en ekki
síðar en um 1280, eða meðan hún var í fullu gildi. Þessi er ukoð-
un flestra fræðimanna, og á hana fellst próf. Ólafur.
Á eftir 104. blaði vantar í texta handritsins, sennilega 2
hlöð, og er þar eyða í texta Járnsíðu, en sama eyðan er í öllum
handritum af Járnsíðu, sem nú eru til, nema í einu handriti, sem
hefir aðeins útdrátt af lögbókinni, en eftir því er ekki hægt að
fylla þessa eyðu. Það er því ljóst, að öll Járnsíðuhandrit vor eru.