Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 210
208
Ritfregnir.
[Skírnir
frá Staðarhólsbók komin, beint eða óbeint, enda eru þau öll :’rá
siðari öldum. Þetta varð til þess, að Munch hugði, að S'taðarhóls-
bók væri frumrit Járnsíðu, handrit það, sem Indriði böggull hafði
út hingað, en Grágás hefði verið tekin með til þess að iögmaður-
inn hefði hin eldri lög til samanburðar. Próf. Ólafur sýnir fram á,
að svo getur ekki verið, heldur er texti þessi ritaður eftir öðru
eidra handriti.
Menn ætluðu lengi vel, að handritið væri ritað af einum
manni. En Vilhjálmur Finsen sýndi fram á, að Grágásartextinn
væri skrifaður af 2 skrifurum, en auk þess hafa 8 menn aðrir grip-
ið í að skrifa smákafla á víð og dreif. Járnsíða er rituð með einni
hendi, en þó er önnur hönd þar á litlum kafla.
Grágás hefir tvívegis verið prentuð eftir Staðarhólsbók,
fyrst 1829, og sá Grímur Thorkelín um þá útgáfu, en síðan var
Grágás gefin út eftir þessu handriti af Vilhjálmi Finsen 1879.
Járnsíða hefir einnig verið gefin út tvisvar eftir Staðarhólsbók, í
Kaupmannahöfn 1847 og í Kristjaníu 1846 (í Norges gamle Love).
Handritaútgáfur dr. Ejnars Munksgaards eru hið mesta þjóð-
nytjaverk, og er eiginlega leitt, að Islendingar skuli ekki hafa
framlcvæmd eða bolmagn til þess að kosta slíka útgáfu. Það :nun
vera fátt, sem betur kynnir erlendum þjóðum fornbókmenntir vor-
ar, því að útgáfa þessi fer í flest stærstu bókasöfn heimsins. Vér
fáum seint fullþakkað dr. Munksgaard fyrir þetta framtak hans.
Útgáfa þessi af Staðarhólsbók er af kostnaðarmanninum til-
einkuð próf. Sigurði Nordal á fimmtugsafmæli hans.
P. S.
Ólafur Lárusson: Island. Særtryk af „Nordisk Kultur“ I.
„Befolkning i Oldtiden".
í grein þessari, sem þegar hefir hlotið lof erlendra fræði-
manna, tekur próf. Ólafur Lárusson til meðferðar mannfjölda á
íslandi fram á 18. öld. Víkur hann fyrst að landnáminu og ágizk-
unum þeim, sem gerðar hafa verið um tölu þeirra, sem hingað
fluttu á landnámsöld, og hyggur, að þeir hafi naumast getað ver-
ið mikið yfir 20 000 og mannfjöldi þá í lok landnámsaldar í hæsta
lagi 30—35 000.
Þá gerir hann grein fyrir ágizkunum ýmissa fræðimanna um
mannfjöldann hér á landi um 965, sem reynt hefir verið að ráða
af sögu Snorra um feldardálkinn, er íslendingar gáfu Eyvindi
skáldaspilli, og virðist honum sá grundvöllur svo ótraustur, að
getgátur þær, er á honum hafa verið reistar, séu einskis virði. Að
likri niðurstöðu kemst höf. um tilgátur fræðimanna um mannfjöld-
ann 1095, eftir þingfararkaupsbændatalinu frá 1095, og eftir skatt-
bændatalinu 1311. Telur hann, að þessar heimildir nægi ekki til