Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 211
'Skírnir]
Ritfregnir.
209
þess að gera nokkurn veginn sennilegar áætlanir um mannfjölda
hér á landi á þessum tímum, og verði því að sætta sig við þær iík-
ur, sem fá má af sögulegum heimildum um ástand og hag iands og
þjóðar á hverjum tíma. En þær sýna öldugang, stundum hefir jcólki
fjölgað, stundum fækkað og stundum hefir mannfjöldinn staðið í
stað. Víkur höf. svo að því, sem vitað er um byggingu landsins á
ýmsum tímum, um nýbýli og eyðibýli, skiptingu jarða o. s. frv. og
loks að hallærum og drepsóttum og áhrifum þeirra á mannfjölg-
unina. — Segir hann að lokum: „Magnús Stephensen telur líklegt,
að mannfjöldinn á 17. öld hafi aldrei farið mikið yfir B0 000. Er
■efasamt, hvort áætla má, að hann hafi á fyrri öldum verið meiri,
og eg verð að játa, að eg hefi ekkert fundið, er að minni hyggju
íéttlæti þá skoðun, að mannfjöldi á íslandi hafi nokkurn thna á
því tímabili, er hér ræðir um (þ. e. frá 12. öld og fram á 18. öld),
farið mikið yfir 50 000“.
Ritgerð þessi er vel og röksamlega samin eins og annað, sem
próf. Ólafur Lárusson ritar. G. F.
íslenzk miðaldakvœði. Islandske Digte fra Senmiddelalderen.
Uúg. ved Jón Helgason. I. Binds 2. Hæfte. Köbenhavn, 1936. —
■332 bls. Verð 10 kr.
Eins og kunnugt er, hóf Bókmenntafélagið árið 1922 útgáfu
>,Kvæðasafns eftir islenzka menn frá miðöldum og síðari öldum“,
en sú útgáfa var látin niður falla, þegar komin voru þrjú hefti.
°ili því bæði fráfall útgefandans, dr. Jóns Þorkelssonar, og ýmsar
aðrar ástæður. Ein þeirra var sú, að stjórn félagsins var kunnugt
um, að verið var að undirbúa útgáfu miðaldakvæðanna að tilhlut-
un Árna Magnússonar nefndarinnar í Kaupmannahöfn. Það verk
er nú byrjað að koma út, og er gert ráð fyrir, að það verði alls
l»jú bindi. Fyrra hefti fyrsta bindis, sem verður formáli og grein-
argerð fyrir útgáfunni, kemur ekki fyrr en lokið er prentun ann-
ars og þriðja bindis.
Þetta kvæðasafn tekur við þar sem Den norsk-islandske
Skjaldedigtning, útgáfa Finns Jónssonar hættir, og verður þar
Prentaður allur íslenzkur kveðskapur frá tímabilinu 1400—1550,
að undanteknum rímum og dönsum (íslenzkum fornkvæðum).
Langmest af þessum kvæðum er áður óprentað, og það er tvimæla-
laust hið mesta nauðsynjaverk að gefa þau út. Þau eru mikilsverð-
ar heimildir um sögu íslenzkra bókmennta, íslenzkrar tungu og
raenningar á timabili, sem jafnvel margir fræðimenn hafa mjög
oljósar hugmyndir um.
í Skjaldedigtningen var kvæðunum raðað eftir aldri og höf-
undum. Hér er þeim raðað eftir efni, enda er miklum erfiðleikum
bundið að tímasetja mörg af þeim með nokkurri vissu. Finnur
14