Skírnir - 01.01.1937, Side 212
210
Ritfregnir.
[Skírnir '
Jónsson gaf út tvenns konar texta hvers kvæðis, A-texta eftir hand-
ritunum, B-texta, sem var eins konar alþýðu-útgáfa, þar sem
kvæðin voru „lagfærð“, tekin upp og þýdd á dönsku. í þessari út-
gáfu er enginn B-texti, megináherzlan er lögð á að sýna sem skýr-
ast, hvað í handritunum stendur. Hverju kvæði fylgir sérstök
greinargerð fyrir öllum handritum og hvernig þau slciptast í flokka,
en með því móti verður miklu auðveldara að átta sig á gildi þeirra
og hvers virði orðamunur einstakra handrita er.
Þessar línur eru aðeins ritaðar til þess að benda íslenzkum
fræðimönnum á þetta verk um leið og það er að hefjast. Síðar,
þegar því er lokið, verður að sjálfsögðu skrifað rækilegar um það.
Þetta er ekki alþýðubók. Fæst af kvæðunum eru að smekk nú-
tíma-lesanda, og útgefandinn hefir haft í huga að gera strangvís-
indalega undirstöðu-útgáfu og annað ekki. En því takmarki hefir
hann líka náð. Þegar þess er gætt, hversu erfitt hefir verið að fást
við þessi kvæði, er óhætt að fullyrða, að jafngóð krítisk útgáfa
hafi ekki áður verið gerð af neinum íslenzkum textum — og jafn-
vel þó að víðar væri leitað. Sumum kann að blöskra, hversu mikil
vinna og vandvirkni hefir verið lögð í að rekja og ráða texta-sögu
hvers einasta kvæðis. En um það verður varla deilt, að sé farið að
gera krítiskar útgáfur á annað borð, — og þær eru engin ný-
lunda, — þál er líka þess vert að gera þær svo vel, að ekki þurfi
að ganga í sömu sporin aftur. S. N.
Studia islandica. íslenzk fræSi. Útgefandi: Sigurður Nordal.
1. hefti: Sagnaritun Oddaverja eftir Einar Ól. Sveinsson. 2. hefti:
Ætt Egils Halldórssonar eftir Ólaf Lárusson.
Haustið 1935 hófust rannsóknaræfingar í íslenzkum fræðum
við Háskólann. Nú hafa birzt tvö þeirra erinda, er þar hafa verið
flutt, og er til þess ætlazt, að úrvalserindi frá rannsóknaræfing-
unum komi framvegis út í safni þessu. Munu unnendur þessara
fræða bíða framhaldsins með eftirvæntingu í þeirri von, að það
verði eigi síðra en byrjunin, því að í báðum þessum heftum eru
rædd efni, sem lítt eða ekki hafa verið tekin til athugunar áður,
og koma margar nýungar fram. í 1. hefti gerir EÓS. aðeins
„nokkrar athuganir“ á sagnaritun Oddaverja. Það verða menn að
hafa í huga, svo að þeim bregði ekki í brún við að sjá, að hér er
sama og ekkert um ritstörf Sæmundar fróða. Aftur á móti reynir
EÓS. að færa rök fyrir því, að frá Oddaverjum séu komin tvö rit,
sem þeim hafi áður eigi verið eignuð, Orkneyinga saga og Skjöld-
unga saga. Snorri Sturluson þekkti báðar þessar sögur og er mjög
eðlilegt, að hann hafi haft þær frá Odda, þar sem hann ólst upp
og menn vita, að lögð var stund á forna fræði. EÓS. bendir á það,