Skírnir - 01.01.1937, Page 213
Skírnir]
Ritfregnir.
211
hversu mikill kunningsskapur og vinátta var með Oddaverjum og
Orkneyingum um þær mundir, þegar sagan er talin hafa verið rituð.
Bendir hann sérstaklega á kvonfangsmál S'æmundar Jóns-
sonar og veturvist þeirra Þorkels rostungs í Odda skömmu fyrir
1206. Hugsunarháttur sá, er birtist í sögunni, þykir honum og
vel sæma Oddaverjum, en vitanlega er ekki hægt að leggja mikið
upp úr honum, því að hann hefir eflaust verið svipaður með flest-
um höfðingjaættum landsins um þær mundir. Kunningsskapurinn
og samböndin eru heldur eigi nein úrslitarök, eins og próf. Sig.
Nordal sýndi fram á í umræðum þeim, er fóru fram á rannsóknar-
æfingunni eftir að EÓS. flutti erindið, því að þeir Þorkell í’ost-
ungur höfðu t. d. verið veturinn áður með Snorra Sturlusyni að
Borg. Það verður og að hafa í huga, að allt sem menn vita fyrst
um verustaði Orkneyinga sögu er, að handrit af henni var í Reyk-
holti hjá Snorra, þegar hann samdi Heimskringlu og að í þeirri
gerð, sem nú er til, standa orðin „suðr í Byskupstungum“. Hvorugt
þarf auðvitað að mæla gegn því, að sagan sé rituð í Odda. Orðið
suðr getur verið handaverk uppskrifara, eins og EÓS. segir, en
enn sem komið er, er það aðeins tilgáta. Niðurstaða þessa máls
eftir erindi EÓS. er því sú, að nú verður varla bent á þriðja stað,
er sé liklegri til að vera upprunastaður Orkneyinga sögu en Oddi eða
heimili Snorra, en.vera má, að EÓS. finni síðar meir ný rök, er ieiði
uiálstað hans til fullnaðarsigurs.
í þessu sambandi sýnir EÓS. fram á, að Vita sancti Magni,
er rituð var af meistara Robert um 1136, sé ein þeirra heimilda, er
notaðar eru í Orkneyinga sögu, og er það eflaust rétt, þó að menn
hafi áður verið á annarri skoðun. Enn færri sérstök rök verða
leidd að því, að Skjöldunga saga sé runnin frá Oddaverjum, enda
er það eðlilegt, þar sem hún er um forsögulega atburði og aðeins
til í molum, en því fleiri almenn rök benda í þá átt, meðal annars
Þau, að Oddaverjar röktu ætt sína í beinan karllegg til Skjöld-
unga. EÓS. dregur og fram í dagsljósið, hvernig áhugi á fornum
minnum speglast jafnvel í nafngiftum Oddaverja, svo sem er þeir
iáta heita Randalín. Telur hann, að uppistaða sögunnar sé hin
forna ættartala Skjöldunga, sem til er í ýmsum gerðum, en hann
hyggur þær allar frá sömu rót runnar. Því er ver, að hann hafði
ekki tækifæri í þetta skipti til að rökræða, hvernig hinar ýmsu
gerðir og ættartalan i heild sinni er til orðin, því að með því hefði
mátt slá tvær flugur í einu höggi: rekja aðferðir hinna fornu
sagnamanna og gera heimildamatið auðveldara fyrir sagnarit-
ara. Ruglingur ættliðanna milli Ingjalds Starlcaðarfóstra og Har-
alds hilditannar í ýmsum handritum stafar auðsæilega af því, að
ógætinn uppskrifari hefir hlaupið af Hræreki hnöggvanbauga yfir
á Hrærek slöngvanbauga og þannig fellt úr þi'já liði. Siðar hefir
14*