Skírnir - 01.01.1937, Side 214
212
Ritfregnir.
[Skírnir
þessum liðum verið skeytt inn í aftur en svo klaufalega, að víxl
hefir orðið á Hrærekunum. Þetta sést greinilega af Uppsala-Eddu.
Miklu merkilegra atriði er það, hvers vegna Þórólfr váganef er
ýmist sagður son Þrándar hins gamla eða Hræreks, sona Haralds
hilditannar. Það er hugsanlegt, að Oddaverjar hafi munað 3—4
liði aftur fyrir Hrafn heimska landnámsmann, en lengra hefir bað
varla verið. Hrafn fór úr Þrándheimi til íslands, og forfeður hans
hafa sennilega verið þrænzkir. Nú hlýtur Sæmundur hinn fróði að
hafa kynnzt hinum lærðu söguaðferðum sinna tíma ytra, og var því
eðlilegt, að hann eða einhver annar Oddaverja rekti ætt sína til
Þrándar, er menn hugðu að Þrándheimur drægi nafn af. Viður-
nefnið hinn gamli sýnir þetta enn ljósar, því það var einmitt al-
mennt gefið þessum frumfeðrum norsk-íslenzkra ætta (sbr. Raumr
enn gamli). S’íðar, er Ari fróði hafði rakið ætt sína í beinan karl-
legg til Ynglinga, hafa Oddaverjar eigi viljað vera miður ættaðir
og röktu sina ætt til Skjöldunga, en nöfn þeirra hafa þeir þekkt
úr kvæðum. Það féll sæmilega við tímatal, að telja Þránd son
Haralds hilditannar, en síðar hefir bótt heppilegra, að fella Þránd
úr, því að hann var annars talinn son Nórs, og setja annan í stað-
inn. Þeim náunga var gefið nafnið Hrærekur, því að liklegt hefir
þótt, að Haraldur hilditönn léti heita eftir föður sínum. Eitthvað á
þessa leið hygg ég að skýra megi hinar tvær gerðir af bessum
þætti ættartölunnar og hvernig hann er til orðinn. EÓS. hefir
ymprað á mörgum umhugsunarefnum og vakið margar spurningar
í þessu sambandi, og var erindið auðvitað allt of stutt, til þess að
hægt væri að svara þeim öllum svo, sem kostur er á, en vonandi á
hann eftir að taka þetta efni allt til rækilegrar meðferðar síðar.
í 2. hefti tekur próf. Ólafur Lárusson til athugunar ætt Egils
Halldórssonar, þess er var í Reykholti með Snorra og drauminn
dreymdi. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að Egill þessi hafi verið
kominn í beinan karllegg af Agli Skalla-Grímssyni, og hafi forfcð-
ur hans setið að Borg hver eftir annan og farið með Mýramanna-
goðorð allt til þess er Halldór faðir Egils lézt, en einhverra hluta
vegna, e. t. v. fjárskorts, hafi bæði bústaður og goðorð gengið úr
greipum Egils Halldórssonar, en þó hafi hann verið viðloðandi á
Borg áfram. Próf. Sig. Nordal hafði í formála fyrir útgáfu sinni
af Egils sögu getið þess til, að Egill Halldórsson kynni hafa verið
heimildarmaður Snorra að sögunni, og nú bendir próf. Ólafur
á það, hve Egill hafði einstaklega góð skilyrði til að kunna marg-
ar frásagnir um nafna sinn Skalla-Grímsson og sérstaka ástæðu til
að halda minningu hans á lofti, er veldi ættarinnar var hnigtiað.
Ritgerð þessi er prýðilega samin, rökföst og skýr. Hún sýnir hve
mikið má verða af litlum efnum, ef rækilega er að unnið. Er
ekki hægt að benda á neina veilu í röksemdafærslunni um ætt Eg-