Skírnir - 01.01.1937, Síða 216
214
Ritfregnir.
[Skírnir
skilið, að henni sé sómi sýndur, hún skipar öndvegi meðal þjóð-
sagnasafna, sem út hafa komið í seinni tíð.
Síðasta heftið stendur í engu að baki hinum fyrri, hvorki að
efni né frásögn. Efnið er veigamikið, eftir því sem gerist um munn-
mælasögur síðari tíma, og sögurnar vel valdar. Sumar sögurnar
eru æði eftirminnilegar og mikilfenglegar, eins og sagan um Bæj-
ardrauginn, sem Þórbergur Þórðarson hefir skrifað eftir ýmsum
heimildum, skráðum og óskráðum. í þessu hefti er enn sem fyr
mikið af frásögnum systranna Herdísar og Ólínu; gegnir það
furðu, hvílíkan auð af sögnum þær hafa haft í fórum sínum; þess
ber að gæta, að auk þess, sem er frá þeim í Gráskinnu, hafa þær
lagt drjúgan skerf til Rauðskinnu Jóns Thorarensens.
í formála Gráskinnu, sem Sigurður Nordal hefur ritað, er
fjölmargt athyglisvert. Ég vil t. d. benda þeim, sem fást við að
færa í letur gamlar sögur, á það, sem þar segir um skráningu
munnmæla, og vil af alefli taka undir það. Allflestir skrásetjendur
keppast við að færa sögurnar í stilinn, í stað þess að reyna að
fylgja orðum sögumannsins. Núí vill það til, að síðan á dögum Jóns
Árnasonar hefur legið hér í landi sérstakur þjóðsagnastíll, sem er
auðlærður og hefur þá náttúru, að menn geta stórlýtalaust sagt
sögur, þó að litlir sagnamenn séu. En ekki tálmar sá stíll því, að
af daufum skrásetjara verður saga fjörlaus og sviplítil. Hún verð-
ui' kannske hnökraminni en munnlega sagan, en tapar þvi, sem
mest er um vert, lífi og hraða og tilfinningu. Og öll dýrmætu al-
þýðlegu orðin og orðatiltækin verða að þoka fyrir sparibúningi
bókmálsins. (Ég er hér auðvitað að tala um þokkalega frásögu
meðal-skrásetjara, sem færir í vanalegan þjóðsagnastíl, en ekki
aflagismeðferð einstöku manna, sem þynna sögurnar út í einskon-
ar bókaævintýri, og heldur ekki það, þegar Halldór Laxness blæs
í sögurnar nýju lífi með því að segja þær á sinn skáldlega hátt.)
Af því, hve skrásetjendum er gjarnt að færa í stílinn, leiðir það,
að íslenzkar þjóðsögur eni oft heldur en ekki viðsjálar heimildir
um munnlega frásögn; út yfir tekur nú þegar skrásetjendurnir
eru svo miklir fróðleiksmenn, að þeir bæta við ártölum og daga-
tali úr kirkjubókum.
í formálanum er þess getið á einum stað, að Gráskinna hafi
komið nokkuð dræmra út en ætlazt var til í fyrstu, og sé ein ástæða
þess sú, að svo mikið hafi tekið að koma út af þjóðsagnasöfnum,
að bókamarkaðinum virtist ætla að verða ofboðið. Einstöku menn
hafa jafnvel farið að vanda um, talið þessa tegund bókmennta ætla
að yfirgnæfa allt annað og efazt um, hvort ekki væri tíma og gáfum
betur varið til annars. Formálinn sýnir, að útgefendur Gráskinnu
hafa hugsað þau efni; þar er alllangt mál um gildi þjóðsagna yf-
irleitt.