Skírnir - 01.01.1937, Side 217
Skírnir]
Ritfregnir.
215
Hvort sem menn meta nú „þjóðsögur“ mikils eða lítils, þá eru
vinsældir þeirra og fjöldi þeirra safna, sem út hafa komið, ein-
kennilegt og eftirtektarvert tímanna tákn. Sýnilega hefur salan
ekki gengið í þurð. Þessar vinsældir get ég ekki skýrt fyrir mér
með neinu öðru en því, að sögur þessar hafi fyllt skarð, sem hin-
ar aðrar og fínni bókmenntir höfðu skilið eftir. Þær fullnægðu ein-
hverri andlegri þörf, sem ekki var áður fullnægt. Það getur verið
nógu erfitt að gera grein fyrir því, í hverju þetta var fólgið, enda
valda vafalaust margar tilfinningar, sem saman hafa runnið, vin-
sældum þessara sagna. Lítill vafi er á, að öll þau dularfullu fyrir-
brigði, sem sögurnar segja frá, falla mörgum í geð, en þó er það
sannast að segja, að þeim, sem um slíkt vilja fræðast, er hollara
að leita annara heimilda, sem veita staðbetri fræðslu um slíka
bluti. Sumir kunna að hafa mætur á þessum sögnum sökum þess,
að þar segir oft frá löngu liðnum atburðum, en söguáhugi er enn
sem fyr nokkuð ríkur með íslendingum. En mér er nær að halda,
að um vinsældir ráði það meiru en menn gera sér í hugarlund, að
þetta eru „þjóðsögur“, sögur um íslenzka alþýðu. Við heyrum svo
mikið nú á dögum um „alþýðuna", og margt af því er hvorki satt
ne alþýðlegt. í „þjóðsögunum" er meira af alþýðunni en öllu því
samanlögðu. í þeim kennir svo margra grasa, þar segir af allskon-
ar fóllci, allskonar atvikum, smávægilegum jafnt og mikiifengleg-
um> á sinn yfirlætislausa hátt eru þær heil veröld, full af mönn-
um, sem hver burðast með sína gleði eða sorg. í þeim lifa smáatvik
hversdagslífsins eins og í Hómersljóðum eða niðurlenzkum mál-
verkum, stundum látlaus og einföld eins og þau eru daglega, en um
leið furðu átakanleg, stundum í goðsöguhillingum ímyndunarafls-
ms. Og ótrúlega oft eru atvikin í sögunum þannig löguð, að þau
opinbera sál mannsins, likt og ljósbrjóturinn sýnir í litrófinu, hvað
1 sólarljósinu býr. Eitt augnablik þykjumst við sjá allt í gegn, svo
heldur sagan áfram. Stundum verður Ijósbrotið að orðstefi eða
hnyttiyrði, sem geymir undarlega djúpa vizku. Af kímni er bar
kannske vonum nrinna, en hún er þó til, og þá oft slík ldmni, sem
er i aðra ættina skyld harmleiknum, alveg óborgaraleg og sýnir
tilveruna úr óvæntri átt. í þjóðsagnasöfnunum ber sjálfsagt hlut-
fallslega mikið á því, að vandamálin, raunirnar kristallist í dular-
fvill fyrirbrigði, enda þykja þau einna sögulegust ogi skyggja raun-
ar á ýmislegt annað merkilegt. Drjúgum sýna sögumar sambúð
þjóðarinnar við land sitt, og okkur grunar hin djúpu áhrif, sem
náttúra þess hefur á skaplyndi hennar og sálarlíf. Hvaðan sem á
betta er litið, eru í þessum yfirlætislausu bókmenntum veigamiklir
vitnisburðir um örlög íslenzkra manna, einmitt þeirra, sem minnst
her á, en ekki eru minni fyrir það, og svo margt, sem annarsstað-
ar verður útundan, fær hér að lifa lífi sínu. E. Ó. S.