Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 219
Skírnir]
Ritfregnir.
217
að því leidd, að Vínlandsferðirnar hafi haft nokkur áhrif um hina
síðari landafundi vestanhafs.
Ritið er bæði skemmtileg' bók og fróðleg. Það hefir öll sömu
einkennin og fyrri rit höf., ber jafnt sem þau vott um hans víð-
tæku þekkingu, rökfestu hans og varkárni í ályktunum og skýrleika
í framsetningu. Er þetta 25. bindið af Islandica, sem hann hefir
gefið út og ritað, og er það orðinn mikill og ágætur skerfur, sem
hann þar er búinn að leggja til íslenzkra fræða, eldri og yngri.
Ó. L.
Altnorwegens Urfehdebann und der Geleitschwur. Tryggða-
wiál und Griðamál von Dr. phil. Walther Heinrich Vogt. 1936 Ver-
lag Hermann Böhlaus Nachf. Weimar.
Griðamál og tryggðamál eru forsagnir, sem forfeður vorir
höfðu, er þeir settu grið eða veittu og tryggðir. Grið og tryggðir
v°ru hvortveggja friðarsamningar, griðin til bráðabirgða, og þá að
Jafnaði gefin í því skyni, að ráðrúm veittist til að koma á endan-
legum sáttum, en tryggðirnar voru veittar, er fullnaðarsátt var á
komin, og var þeim ætlað að tryggja það, að ævarandi. friður héld-
ist með málsaðilunum. Þessar forsagnir, einkum þó tryggðamál,
munu jafnan verða talin meðal hins allra merkasta í fornbók-
menntum vorum. ,í engri af hinum fornu réttarheimildum vorum,
eða reyndar neinna af frændþjóðum vorum, er meiri orðsnilld 'beitt
ea þar, hvergi er málið skáldlegra eða myndauðgara. En á bak við
þetta skraut liggur djúp alvara. Forsagnirnar voru ekkert hégóma-
mal. Fyrir þá, sem sömdu þær, og fyrir þá, sem með þær fóru, var
friðurinn í þjóðfélaginu alvörumál, og hvergi er honum lýst eins
vel 0g þar og andstæðu hans, friðleysinu hvergi eins átakanlega.
Efalaust eiga forsagnir þessar sér mjög fornar rætur og þær veita
°ss þvi merkilega innsýn í hugsunarhátt löngu horfinna kynsióða.
Fræðimönnum hefir lengi verið það ljóst, hversu merkileg
&ógn þessar forsagnir væru, en þær hafa þó aldrei verið teknar
til nákvæmrar, alhliða rannsóknar fyr en nú í þessu riti próf.
Vogts.
Bæði griðamál og tryggðamál eru til í allmörgum mismunandi
myndum. Risa því að sjálfsögðu margar spurningar um afstöðu
þessara afbrigða hvers til annars. Eru þau öll frá einni frumheim-
ild komin, hver er aldur þeirra, hvað er frumlegt í hvoru þeirra
um sig og hvaðan eru viðaukar þeir og breytingar, sem gerðir
kunna að hafa verið, komnir?
Þessar spurningar allar tekur höf. fyrstur manna til rann-
sóknar í riti sínu. Tekur rannsókn hans til 6 afbrigða af tryggða-
málum, en 13 aí' griðamálum (sum þessara afbrigða eru samsteypa
af hvorutveggja, tryggða- og griðamálum). Eru þetta öll elztu af-