Skírnir - 01.01.1937, Side 220
218
Ritfregnir.
[Skírnir
brigðin af þessum forsögnum, sem nú eru kunn, en auk þeirra eru
slíkar forsagnir í ísl. formálasöfnum frá 16. og 17. öld, og hafa
tvær þeirra verið prentaðar í Alþingisb. ísl. I. bls. 215—217, eftir
AM. 198, 4to (formálabók Jóns lögm. Jónssonar). Rannsókn höf. er
tviþætt. Annarsvegar lýtur hún að formi fornsagnanna (stíl og
rími). Fram hjá þeim þáttum ritsins mun gengið hér, þar sem
þann, er þetta ritar, brestur alla sérþekkingu á þeim sviðum, en að
vísu er þetta merkilegt rannsóknarefni, enda mun rímfræði „laga-
ljóðanna“ lítt hafa verið rannsökuð til þessa. í annan stað hefir
höf. rannsakað efni forsagnanna, sögu þeirra. Greinir hann þar
sundur lið fyrir lið, og brýtur hvern lið, jafnvel hvert orð, til
mergjar, merkingu þess og afstöðu þess til annars efnis forsagn-
arinnar. Er sú rannsókn öll gerð af mikilli alúð og nákvæmni. Höf.
kemur víða við í henni og dregur af miklum lærdómi að mikið efni
úr ýmsum áttum, er varpað getur ljósi á rannsóknarefnið. Með
þessum hætti greinir hann svo milli eldra og yngra efnis í for-
sögnunum, sumt telur hann komið aftan úr heiðni, önnur atriði tel-
ur hann vera yngri og gerir jafnvel tilraun til að ákveða aldur
sumra þeirra. Viðbæturnar og breytingarnar rekur hann til ým-
issa róta, til áhrifa frá kirkjunni, frá gildunum, mötuneytunum,
sifjaréttinum og eitt atriði jafnvel til írskra áhrifa.
Eftir því sem þessu efni er hagað, verður varla um aðrar nið-
urstöður að ræða en getgátur.
Um margar af niðurstöðum höf. býst ég við að flestir verði
sammála, að þær séu þær sennilegustu, sem liklegt sé að að verði
komizt. Um aðrar kunna aftur að verða skiptar skoðanir og ég
tel rétt að minnast hér á nokkur atriði, þar sem ég tel tilgátur
höf. ekki sennilegar.
í tryggðamálum segir, að tryggðrofinn skuli rækur og
rekinn sem . . . víðast . . . kristrvir menn kirkjur sækja, heiðnir
menn hof blóta. Ilöf. telur, að hér sé gert ráð fyrir sambúð krist-
inna manna og heiðinna. Báðir flokkarnir séu nokkuð fjölmennir,
þeir þoli hverir aðra, jafnvel virði hverir aðra. Þannig hafi verið
ástatt í Noregi á dögum Hákonar konungs góða, og höf. vill geta
þess til, að þetta atriði forsagnarinnar sé orðið til í Noregi á þeim
tímum.
Það er nú fyrst og fremst nokkuð vafasamt, hvort kristnir
menn hafa verið svo fjölmennir í Noregi á dögum Hákonar góða,
að þeirra gætti svo mikið, að tillit væri tekið til þeirra að þessu
leyti, hvort það hefir þá verið svo algengt, að kristnir menn sækti
kirkjur þar í landi, að það yrði lagt á borð með því, að heiðnir
menn blótuðu hof. En hvað sem því líður, þá virðist mér ekki fel-
ast í þessum orðum nein ráðagerð um að kristnir og heiðnir menn
búi saman í landinu. Þetta ákvæði gæti vel hafa orðið til í alkristnu