Skírnir - 01.01.1937, Page 224
222
Ritfregnir.
[Skírnir
borinn saman við rétt annara, fjarskyldari þjóða, þá kemur það í
Ijós, að ýms sérkenni eru á rétti germönsku þjóðanna, sérkenni,
sem ekki gætir annarsstaðar og eru þeim öllum sameiginleg. Þau
sérkenni eru þá að jafnaði væntanlega runnin frá hinum upphaf-
lega germanska rétti. Vér sjáum þai' væntanlega hina sameiginlegu
rót, sem allar þessar greinar hafa sprottið á. Og skyldleiki grein-
anna lýsir sér einnig í því, að vaxtarmið þeirra< og að nokkru leyti
vaxtarstigin, sem þær hafa náð, eru svipuð, þrátt fyrir ólíkar að-
stæður. Þetta er efni hinnar germönsku réttarsögu, og er það auð-
skilið mál, að með það efni er vandi að fara vel og ekki r.nnarra
manna meðfæri en þeirra, sem aflað hafa sér alhliða þekkingar á
réttarsögu allra germanskra þjóða.
Próf. v. Schwerin rekur þetta efni í þessu riti sínu, frá því
að sögur hefjast og allt fram á vora daga. Sennilega er hann fær-
ari en flestir aðrir núlifandi menn um að gera því efni góð skil.
Hann er einn af hinum allra fremstu réttarsögufræðingum Þjóð-
verja nú á tímum og mun enginn þeirra hafa jafn víðtæka og djúp-
setta þekkingu á fornlögum allra Norðurlandaþjóðanna og hann.
Um þetta ber og ritið fullkomlega vitni, því að það er snilldarverk
bæði að formi og efni. Það er að vísu aðeins yfirlitsrit, einar 240
bls. En höf. er svo gagnorður, að það er ótrúlegt, hversu miklu efni
hann hefir getað' komið að í jafn stuttu máli. Bókin er rituð fyrir
Þjóðverja fyrst og fremst, og ræðir þar þvi mest um þýzkan rétt,
en höf. víkur ávallt að öðrum þræði að rétti annara germanskra
þjóða, af mikilli þekkingu og skarpskyggni, og það svo rækilega, að
titill bókarinnar er sannnefni á henni. Ritið er alþýðlegt rit, þar
eru engar tilvitnanir í réttarheimildir eða fræðirit, og framsetn-
ingin er svo Ijós og skemmtileg, að hún hlýtur að taka lesandann
föstum tökum.
í formálanum segist höf. skrifa bókina ekki fyrir lærða menn,
heldur þá, sem séu að læra, og fyrst og fremst til þess, að gefa
þeim kost á að skilja þróunarferil þýzks réttar. En aðrir menn af
germönsku kyni en Þjóðverjar geta einnig aukið skilning sinn á
rétti sínum við lestur bókar hans, og aðra betri bók til þess ætla
eg að ekki sé að finna og líklega verður langt þangað til önnur
kemur, er þessari tekur fram. Ó. L.
Eiður S. Kvaran: Sippengefiihl und Sippenpflege im alten Is-
land im Lichte erbbiologischer Betrachtungsweise. (Ættrækni (ætt-
artilfinning) og ættgæzla í íslandi forna, séð í ljósi erfðalíffræð-
innar). Sonderdruck aus dem Archiv fiir Rassen- und Gesellschafts-
biologie 1936.
Höfundur bókar þessarar er sonur Sig. læknis Hjörleifssonar
Kvarans og einn af ungu kynslóðinni. Hann hefir menntazt í Þýzka-