Skírnir - 01.01.1937, Side 225
Skírnir]
Ritfregnir.
223
landi og tekið þar háskólapróf í sagnfrœði, en hefir auk bess lagt
stund á mannfræði. Hann hefir starfað sem háskólakennari í Þýzka-
landi, og nokkra fyrirlestra hélt hann hér í háskólanum um ættgengi
o. fl., en ekki treystist útvarpið til þess að láta hann flytja útvarps-
erindi um það mál, þó yfirgengilegt væri.
Rit þetta er doktorsritgerð og segir frá ættartilfinningu ís-
lendinga til forna, hverja. þýðingu hún hafði fyrir líf og þrif þjóð-
arinnar og hverra ráöa forfeður vorir leituðu til þess að komast hjá
kynspillingu og óáran í fólkinu. Hefir höf. rannsakað flest eða allt,
sem er að finna um þetta mál í sögum vorum og fornritum, flokkað
það skipulega og dregið af því ýmsar ályktanir. Rit þetta er því
elcki eingöngu fróðlegt, heldur mjög handhægt fyrir alla, sem fást
yið þessi efni.
Fyrsti kafli ritsins er um ættartilfinninguna og forna ættar-
stoltið. Er þá fyrst sagt frá því, hve íslendingar mátu mikils að
vita deili á ætt sinni og kunnu að meta hve mikisvert er að vera
af góðu fólki kominn. Þeim var bað ekki nóg, að vita deili á ein-
hverjum manni og afrekum hans, heldur, vildu þeir einnig vita um
®tt hans. í þeirra augum var hver einstaklingur aðeins cinn liður
1 sinni ætt, og varð að miklu leyti að metast og dæmast eftir henni.
Ættartölur voru í þeirra augum annað og meira en nöfn og ártöl.
Þeim fylgdi frásögnin um gildi mannanna, afrek þeirra eða afgiöp,
andlegt og líkamlegt atgervi, og þeir gengu ekki að því gruflandi,
að slíkt gekk að erfðum, „kom fram á börnunum“.
Þar næst er sagt frá fornu mannlýsingunum, hve glöggar og
uákvæmar margar þeirra voru og athugun manna afbrigða skörp
a flestum mannfræðilegum einkennum. Fylgir skrá yfir öll íslenzku
heitin og þau eru ekki fá. En það var ekki aðeins, að forfeður vorir
hefðu glöggt auga fyrir ýmsum einkennum manna, heldur reyndu
beir oft að rekja hvaðan þeir hefðu erft þau, og gengu að því
V1su, að flestir eða allir eiginleilcar og einkenni manna væru komin
að erfðum frá ættinni. Þess eru jafnvel dæmi, að þeir renndu grun
i hverju lögmáli ættgengið fylgdi. Það var því ekki að undra, þó
Þeim stæði nokkur stuggur, jafnvel af álitlegum mönnum, ef ættin
Var gallagripur. Þeim var jafnvel ljóst, að ytri kjör og kringum-
stæður eru oftast léttvægar í samanburði við meðfædda, arfgenga
upplagið, og gengu að því vísu, að vel ættaðir menn sværu sig i ætt-
ma, þó þeir ælust upp við hin verstu kjör. Þessi trú hefir lifaS
lengi. Svo kvað Stefán G.:
-----Konungleg sál gerir kimann að sal,
að kastala garðshornið svalt.
Þó hafin sé dyrgjan í drottningarstól,
tók dáminn af kotinu alt.