Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 226
224
Ritfregnir.
[Skírnir
Annar lcafli ritsins er um ættgæzluna, hversu forfeður vorir
leituðust við að vernda góðar ættir fyrir kynspillingu og óáran.
Hjónaböndin varða að sjálfsögðu mestu í þessu efni. Höf. segir
frá því, hversu trúlofanir og hjónabönd voru, til forna, allt annað
en málefni einstaklinga, að helztu menn ættarinnar réðu mestu um
þau. Og þeir spurðu ekki fyrst og fremst um auð og upphefð, álit-
lega stöðu og áhyggjulaust líf. Þeir spurðu fyrst og fremst um
settina og gengu að því vísu, að öll heill og framtíð ættleggsins væri
undir því komin, að báðir foreldrarnir væru af góðu kyni. Að öðru
leyti þótti þeim bezt fara á því, að líkt væri ákomið um karl og
konu og væri hvort annars jafnræði. Menn gerðu sér Ijóst, að
auður getur horfið og glæsileg ytri kjör breytzt, en enginn tekur
arfgenga mannkosti frá börnunum. Menn hugsuðu um börnin við
stofnun hjónabanda eins og sjá má á Döllu Þorvaldsdóttur, er gift-
ist ísleifi biskupi af því að hún vildi „eiga hinn bezta manninn og
hinn göfugasta soninn með honum, er á íslandi mun fæðast“.
Þá ræðir höf. um það, hvað mest hafi gengið í augu íslenzkra
kvenna hjá karlmönnum. Karlmennska, hreysti og kjarkur þótti
þeim miklu varða og ekki síður, að sæmd þeirra væri óskert og
enginn blettur á mannorði þeirra. Að öðru leyti kusu þær að karl-
maður væri hávaxinn og herðabreiður, en annars grannvaxinn,
ljós á hár og hörund, bláeygður og að sjálfsögðu ramur að afli.
Konurnar kusu með öðrum orðum menn af norrænu kyni.
Að sjálfsögðu átti allur þessi hugsunarháttur mikinn þátt í
því að forða þjóóinni frá úrættingu og jafnvel að bæta kynstofn-
inn. Höf. bendir og á, að óhæfa hafi það þótt að þrælar og ber-
serkir giftust frjálsbornu fólki. Þó kom þetta síður til greina, ef
þrællinn eða ambáttin voru í raun og veru vel ættaðir, eins og oft
var um hernumið fólk (Melkorka o. fl.), eða höfðu unnið eitthvað
sér til ágætis og svarið sig þannig í ætt með góðu fólki.
En forfeður vorir gripu og til fleiri úrræða. Þeir leyfðu út-
burð barna og hafa eflaust ekki sizt þau börn orjið fyrir sliku,
sem illa þótti í ættina skotið og ólikleg til þess að verða að :nanni.
Vafalaust hafa og flest vansköpuð börn verið' borin út. Þó er þess
getið í sögum, að menn höfðu skarð í vör. Sennilega hefir þessi
harðneskjusiður haft nokkur áhrif til kynbóta. Þá er það iaga-
ákvæði Grágásar eftirtektarvert, að gelda betlara og flækinga.
„Rétt er að gelda göngumenn, og varðar ekki við lög, þó að þeir
fái örkuml af eða bana“.
Þessi forni hugsunarháttur hlaut að breytast við kristnitök-
una, því að allir áttu að vera jafnir fyrir guði. Þá hafði og laus-
ung og siðleysi Sturlungaaldarinnar djúptæk áhrif. Þó vita það
allir, að enn er hann ekki aldauða. Enn eru íslendingar ættfróðir
og íslenzk alþýða gengur elcki að því gruflandi, að andleg og iík-