Skírnir - 01.01.1937, Side 227
Skírnir]
Ritfregnir.
225
amleg einkenni erfast, ekki eingöngu hjá skepnum, heldur engu
síður hjá mönnum, að þeim kippir í kynið.
En vilji nú einhver spyrja, hvort réttara sé hinn forni hugs-
unarháttur eða jafnaðarkenningar nútímans og fullt frelsi í ásta-
málum, þá er því fljótsvarað. Nú vitcn menn það með fullri vissu,
að forni hugsunarhátturinn er í öllum aðalatriðum réttur og gæfu-
vegur fyrir hverja þjóð, — hinn hættuleg villigata. Hér er ekki
unnt að rekja það mál, en eg vil aðeins geta þess, að nú vekur
þetta mál hina mestu athygli hjá flestum siðuðum þjóðum og er
jafnvel rauði þráðurinn í stjórnmálastefnu Þjóðverja. Erfðafræð-
in hefir nú fært fullar sannanir fyrir flestu, er að þessu lítur, en
fornrit vor hafa og verið leiðarljós að ýmsu leyti.
Dr. Eiður Kvaran á skilið þakklæti fyrir rit sitt.
G. H.
Björgólfur Ólafsson: Frá Malajalöndum. Rvík 1936.
Það er ekki' nema rúmur mannsaldur síðan þeir þóttu miklir
menn, sem höfðu siglt og séð eitthvað, enda var það fátitt. Þó
eigum vér nokkrar ágætar ferðasögur og landslýsingar frá þessum
tímum. Þó sleppt sé hinni merku ferðasögu Jóns Indíafara, má
minna á hinar ágætu ferðasögur Guðbrandar Vigfússonar frá Nor-
egi 0g Þýzkalandi, sem birtust í „Nýjum félagsritum“ og ferðasögu
Tómasar Sæmundssonar.
Nú er öldin önnur og íslendingar fara víða. Nokkrir hafa
skrifað um ferðir sínar, en lítið eigum vér þó af góðum lýsingum
á öðrum löndum og þjóðum. Vér höfum þó nýlega eignazt ágæta
^ók um þessi efni, sem vakið hefir athygli um allt land, þar sem
er bók Björgólfs læknis Ólafssonur: Frá Malajalöndum. Er þar sagt
fi'á löndum og lýð, sem örfáir þekkja, svo þetta er öllum nýnæmi.
Höfundurinn hefir haft ólíkt betri aðstöðu en flestir, sem ferða-
sögur skrifa, því hann dvaldi meira en áratug sem herlæknir í
bsssum löndum, kunni málið, sá flest, og kynntist háum og lág-
Um, svo hann hefir fulla þekkingu á því, sem hann segir frá. Þar
á ofan er frásögn hans bæði skýr og listfeng. Það er glöggur
lælcnir, sem athugar, en listamaður, sem heldur á pennanum.
Bókin hefst á landalýsing, sem segir frá hinum dýrðlegu
^öndum Malajanna, sem byggja ótal eyjar í Indlandshafi beggja
megin við miðjarðarbaug. Er þar flest á annan veg en gerist hjá
°ss, nema hvað eldfjöll eru á báðum stöðum. Þarna er veðurblíða
með fádæmum, eilíft sólskin, nema skúrir gangi eða þrumuveður,
°S er þó hitinn skaplegur: um 26° á láglendi, því hvarvetna er
eyjaloftslag. Svo mikil staðviðri eru þar, að Malajar hafa ekkert
orð yfir „veður“ og tala víst aldrei um það. Eftir veðráttunni fer
Si-óðurinn og hann er mikilfenglegur, frumskógar þar sem landið
15