Skírnir - 01.01.1937, Page 228
226
Ritfregnir.
[Skírnir-
er ekki ræktað, en annars vex þar flest, sem hugurinn girnist, alls-
konar korntegundir, ekki sízt rís, kaffi, tóbak, kryddjurtir, vín-
viður og ótal annað. — Jafnvel hraunin þekjast óðara af skraut-
legum gróðri. Er það næstum furða, að Björgólfur skyldi geta yf-
irgefið þessi Gósenlönd. En segir ekki máltækið: „Þangað er klár-
inn fúsastur, sem hann er kvaldastur“. En nú situr Björgólfur á.
Bessastöðum og þolir bæði íslenzkan kulda og óstjórn.
Margt segir höf. skemmtilegt og fróðlegt um fólkið í þessum
löndum, Malajana, og allt ber það vott um velvild og góðan skiln-
ing. Þá fylgir og ágrip af sögu landa þessara, sem menn halda að
hafi verið numin fyrir eitthvað 2000 árum, og þó sérstaklega síðan
Norðurálfubúar komu til sögunnar og tóku að leggja lönd þessi
undir sig.
Það, sem hér hefir verið drepið á, er aðeins upphaf bókar-
innar og tekur höf. síðan til óspilltra málanna. Hann segir þá fyrst
hversu hann komst til Hollands 1913 og gekk þar í nýlenduher
Hollendinga sem læknir með liðsforingjatign, fínum einkennisbún-
ingi og sverð við hlið. Þykir mér sennilegt, að þeir hafi ekki fært
neinn gjörvilegri mann í liðsforingjabúning það árið. Fer hann
nokkrum orðum um herinn og líf hermanna, sem íslendingar hafa
svo litla hugmynd um, því hjá flestum þjóðum er herinn í raun og
veru mikill og merkilegur þjóðskóli. Þá er sagt frá ferð hans til
Batavia á Java og ýmsu, sem þar bar fyrir augun, en þaðan flutt-
ist hann til hermannaspítalans á Tjimahí, þar sem höf. átti að
starfa. En þá tókst ekki betur til en svo, að skömmu eftir að hann
tók við spítalastörfum var honum tilkynnt, að nú hefði hann lagt
bráðsmitandi kólerusjúkling inn á almenningsdeild spitalans. Var
þetta hið mesta glappaskot. Nú var farið að athuga sjúklinginn og
hafði hann ákafa uppsölu, — en af uppsölunni lagði megnustu
brennivínslykt! Um kóleru var ekki að tala, svo allt stóð heima hjá
Björgólfi. — Eftir nokkurn tima fluttist hann til Kendangan á
Borneo og tók þar við dálitlum hermannaspítala.
Höf. hefir margt að segja frá landi og lýð á Borneo og þar
lenti hann meðal annars í ódæma þurrki svo allt skrælnaði og varð
að ryki. Vatnsból, lækir og ár þornuðu upp, allur gróður skræln-
aði og að lokum kviknaði í honum, svo landið brann og hvergi var
líft fyrir reyk og ryki. Að lokum kom steypiregn — fyrir aðstoð
galdramanna! Eitt sinn lenti hann og félagar hans í bardaga við
villimenn og féllu nokkrir þeirra. Sumstaðar var varla líft fyrir
mýbiti. Höf. fór um landið og margar læknisferðir fór hann ríð-
andi. Hestar þeirra voru litlir og ónýtari en íslenzlcir hestar.
Einn kapítulinn er um krókódílaveiðar. Það er fullt af þeim
í ánum á Borneo, en óskemmtileg er skepnan og hættuleg viður-
eignar. Krókódílarnir eru veiddir á handfæri, en þeir fara langar