Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 231
Skírnir]
Ritfregnir.
229
taki fengið öll ljóðmæli Matthíasar í hendur og slegið upp hverju
kvæði hans, er mér dettur í hug. Þarna er allt tekið með, líka það,
sem skáldið hefir ekki vandað til og kastað fram sér og öðrum til
skemmtunar eða hugléttis. Ef til vill þykir einhverjum það tspilla.
En hitt er víst, að þeir, sem vilja kynna sér skáldið og manninn
Matthias Jochumsson til hlítar, mundu leita uppi hvert erindi hans
og kunna því útgefanda miklar þakkir fyrir að taka af þeim ómakið
og safna þarna öllu saman í eitt skipti fyrir öll. í framtiðinni gera
Menn svo úrval, hver eftir sínum smeltk. En bessi heildarútgáfa
sýnir oss hinn mikla andans öðling eins og hann var, vér kynnumst
þar eðli hans, list og lífi frá öllum hliðum og sambandi hans við
samtíðina. Hann endurkvað í sínu heita hjarta allt, sem gerðist
með þjóðinni um hans löngu æfi.
Aðalflokkar kvæðanna eru þessir: Hátíðaljóð. Kvæði um land
°g lýð. Sálmar og andleg ljóð. Minningarljóð og erfiljóð. Hugg-
unarljóð. Veizlukvæði. Ávörp. Brúðkaupskvæði. Úr leikritum og
við leiksýningar. Grettisljóð. Gamankvæði. Úr bréfum. Barna-
kvæði. Ýmisleg kvæði. Þýdd kvæði. Fyrirsagnir kvæðanna eru um
1100.
Með hinni fögru útgáfu af „Friðþjófssögu“ og þessari miklu
ntgáfu af Ijóðmælum föður síns hefir Magnús Matthíasson unnið
fngurt og þarft verk, sem hann á heiður og þökk fyrir. G. F.
Núma rímur. Eftir Sigurð Breiðfjörð. Þriðja útgáfa. Snæ-
björn Jónsson. The English Bookshop. Reykjavík MCMXXXVII.
ísafoldarprentsmiðja h.f. LXIV -)- 270 bls., 4to.
Svona falleg útgáfa af rímum hefur aldrei sézt í heimi fyr,
enda er bókin svo vönduð að öllum ytra frágangi, sem bezt :ná
verða, og augnayndi bókavinum, og sérstaklega þeim, sem unna
Sigurði Breiðfjörð. Sýnishom af eiginhandarriti skáldsins af' Núma
vímum er framan við bókina. Útgáfan er „tileinkuð Sir William
Alexander Craigie og gerð í því skyni, að hún sé kveðja frá íslandi
a sjötugsafmæli hans 13. ágúst 1937“. En Sir William Craigie er
efalaust sá maður erlendur, er bezt skyn ber á íslenzkar rímur.
Próf. Sigurður Nordal hefir skrifað fróðlegan og skemmti-
legan formála á ensku um rímur, einkenni þeirra, vinsældir, gildi
fyrir andlegt líf þjóðarinnar, viðhald tungunnar og skilning á
kenni, og loks áhrif þeirra á heimsbókmenntirnar, því að Tegnér
°S Oehlenschlager hafi tekið rímurnar til fyrirmyndar, er þeir zóku
að yrkja söguljóð með margvíslegum bragarháttum, en slík kvæði
höfðu áður, allt frá dögum Hómers, verið með sama bragarhætti
fra upphafi til enda.
Þá kemur inngangur eftir mag. Sveinbjöm Sigurjónsson. Ger-
*r hann þar grein fyrir æfiferli Sigurðar Breiðfjörðs og kveðskap,