Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 233
Skírnir]
Ritfregnir.
231
Hugar leyna máir mátt:
Menju steina glóa
man ég eina og þrái þrátt;
þau ei meinin gróa.
„Glóa“ er hér sögn = ljóma. Hugsunin er þessi: Það lamar hug-
ann, að eg rnan eina konu (Menju steina), sem ljómaði, og þrái
(hana) þrátt; þau mein gróa ekki.
Þessi útgáfa af beztu og vinsælustu rímum, sem kveðnar hafa
verið, er fagur minnisvarði þeirrar bókmenntagreinar, sem lengst
°g bezt skemmti þjóðinni, þegar hún þurfti þess mest. Og með
henni hefir Snæbjörn Jónsson sýnt eins og oft áður, að hann læt-
ur elckert til sparað, þegar hann vill heiðra góðan mann, lífs eða
liðinn. G. F.
Rit eftir Jónas Hallgrímsson. I—V. Rvík. Útgefandi ísafold-
arprentsmiðja h.f. 1929—1937.
Með þessari miklu og vönduðu útgáfu af ritum Jónasar Hall-
grímssonar hafa Matthías Þórðarson bjóðminjavörður, sem :;éð
hefir urn útgáfuna, og útgefandinn: ísafoldarprentsmiðja unnið
hið mesta þjóðnytjaverk, sem ekki verður metið og þakkað sem
vert er í fáum orðum. Mun Skirnir telja sér skylt að flytja næsta
ar itarlega grein um útgáfuna, sem nú er ekki rúm til. Hér :;kal
þess að eins getið, að I er ljóðmæli, smásögur o. fl., II sendibréf,
ritgerðir o. f 1., III dagbækur, yfirlitsgreinar o. fl., IV ritgerðir,
jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl., V smágreinar náttúru-
íræðilegs efnis, ævisaga o. fl. Verkið er alls, auk titilblaða, 1857
his.. þar af 510 bls. með smáletri: ævisaga 200 bls. og athuga-
semdir, skýringar og efnisyfirlit 310 bls. G. F.
Gunnar Gunnarsson: Graamand. — GuSmundur Kamban:
^eS ser et stort skönt Land. Gyldendal. Kbh. 1936.
Bókmenntir íslendinga hafa á seinustu árum hneigzt mikið
að sögulegum og þjóðlegum viðfangsefnum, svo að jafnvel mætti
tala um ákveðna stefnu í þessum efnum, eða tizku. Sögum og sögn-
Um um menn og staði hefir verið safnað af kappi og þær gefnar út,
héraðssögur hafa komið nokkrar og aðrar er verið að undirbúa og
l°ks hafa sagnasltáldin valið sér söguleg viðfangsefni. Nýjastar af
slikum bókum eru ,,Graamand“ Gunnars Gunnarssonar og „Jeg ser
et stort skönt Land“ eftir Guðmund Kamban, sá fyrri hefir sótt
efni sitt í Sturlungu, sá síðari í frásagnirnar um Vínlandsferðirnar.
Aðalmaður sögunnar í Graamand er Ólafur Hildisson, sem
nokkuð kemur við Þorgils sögu og Hafliða. „Faðir hans var sekur
skógarmaður, en sveinninn var færður til féránsdóms og gerr að